Sigurdagurinn mikli fyrir 70 árum: Stórbrotin frammistaða Arnar Clausen.

Ríkarður Jónsson var maður landsleiks Ísendinga og Svía, 4:3, í Reykjavík 29. júní 1951, fyrir 70 árum, skoraði fimm mörk, en eitt þeirra var ranglega dæmt ógilt vegna meintrar rangstöðu. 

Sama kvöld unnu Íslendingar bæði Dani og Norðmenn í þriggja landa landskeppni í frjálsum íþróttum í Osló. 

Maður þeirrar keppni var tvímælalaust Örn Clausen, sem var lang stigahæstur allra. 

Bróðir, hans, Haukur, tognaði, en ber er hver að baki nema sér bróður eigi: Örn keppti í stað bróður síns í spretthlaupunum og halaði þar inn verðlaun og stig. 

Þar að auki sigraði hann í báðum grindahlaupunum.  

Aðeins fágætur afreksmaður á heimsmælikvarða gat afrekað á þennan hátt, en árin 1949, 1950 og 1951 var Örn í 2. til 3. sæti á heimslistanum í tugþraut. 

Fleiri brilleruðu á Bislet og unnu gull í þessari keppni. Gunnar Huseby var aðeins 5 sentimetra frá Norðurlandameti sínu í kúluvarpi, og Torfi Bryngeirsson setti glæsilegt Íslandsmet í stangarstökki, auk þess sem Hörður Haraldsson sigraði bæði i 100 og 200 metra hlaupi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

 Sannkölluð gullaldarár íþróttanna, Clausensbræður, Torfi, Rikki og Huseby. Sannarlega þörf upprifjun. Takk  Ómar 

Halldór Jónsson, 30.6.2021 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband