Vatnajökulsþjóðgarður: Kjölfestan í náttúruvernd og gildi Íslands.

Það þarf ekki annað en að líta á kort af Íslandi og sjá hvaða hluti landsins er innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs til að það blasi við í sjónhendingu hve mikinn hlut þessi magnaði og stóri þjoðgarður á í vernd hinnar einstæðu náttúru Íslands. 

Í upphafi var lagt upp með það að mörk þjóðgarðsins fylgdu að mestu jöklinum sjálfum, en gallinnn við slíkt er sá, að með rýrnun jökla vegna loftslagshlýnunar minnka jöklarnir sífellt svo að það myndi valda minnkun þjóðgarðsins ef farið yrði eftir því. 

Því eru það góðar fréttir þegar mörk þjóðgarðsins séu frekar færð út og vöxtur og viðgangur þessarar kjölfestu náttúruverndar á Íslandi tryggður.  

Athyglisvert er, að á sama tíma sem mikill ófrægingaráróður hefur verið í gangi hér á landi gagnvart þjóðgörðum almennt, ber öllum þeim, sem fögnuðu tuttugu ára afmæli þjóðgarðsins yst á Snæfellsnesi einróma saman um hve vel hafi tekist til með þjóðgarðinn á alla lund, enda hefur viðamikil hagfræðileg rannsókn leitt í ljós, að fyrir hverja milljón krónur, sem lagðar hafa verið í þjóðgarðinn hafi 23 milljónir unnist í tekjur af honum. 


mbl.is Vatnajökulsþjóðgarður stækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband