Eini landshlutinn án nútíma flugs og vegasambands í sextíu ár.

Fyrir sextíu árum voru Vestfirðir eini landshlutinn þar sem sæta þurfti sjávarföllum til að komast á bíl inn fyrir landshlutamörkin, eini landshlutinn þar notast var við fjallaslóða fyrir jeppa yfir óbrúaðar ár á Þingjannheiði; það þurfti bát til þess að komast á milli sunnanverðra og norðanverðra fjarðanna milli Bíldudals og Hrafnseyrar og voru og eru enn eini landshlutinn þar sem um háveturinn var ekki hægt að fljúga til og frá fjörðungnum í myrkri, jafnvel í hinum fínustu flugskilyrðum að öðru leyti.  

Hið síðastnefnda er sem sagt enn við lýði 60 árum síðar og engin fyrirsjáanleg breyting á því. 

Sjálfkrafa lokun í allt að 20 klukkustundir bara vegna myrkurs í skammdeginu er gargandi fornaldarfyrirbrigði í megnu ósamræmi við nútíma flug. 

Þótt Dýrafjarðargöngin breyti nú miklu um landssamgöngur milli svæða vestra, er hið 60 ára amla fyrirbrigði Dynjandisheiði áfram í æpandi mótsögn við nútíma landssamgöngur.  


mbl.is Skora á stjórnvöld að klára veg um Dynjandisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt af því sem krafist er varðandi breytingar á stjórnarskránni er jöfnun atkvæðisréttar í kosningum til alþingis, á það er bent að eitt atkvæði í NV kjördæmi sé á við þrjú í SV kjördæmi.

Þó virðist þetta misrétti ekki hafa komið Vestfirðingum mikið að gagni. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.7.2021 kl. 18:12

2 identicon

"Sjálfkrafa lokun í allt að 20 klukkustundir bara vegna myrkurs í skammdeginu er gargandi fornaldarfyrirbrigði í megnu ósamræmi við nútíma flug."

Enn og aftur kemur þú upp um vanþekkingu þína á flugi þó þú hafir verið með réttindi til flugs í tugi ára.
Annað hvort er einfaldlega ekki hægt að hanna aðflug sem nothæft er eða kostnaðurinn við uppsetningu ljósa er stjarnfræðilegur. Eða hvoru tveggja er ástæðan. Þá þarf líka að vera flugrekandi sem vill nota aðstöðuna og notendur/farþegar sem eru tilbúnir að greiða fyrir slíka þjónustu. Því það mun ekki breytast hér á landi né annars staðar að það þarf gilda blindflugsáritun og flugvél útbúna til blindflugs til að mega og geta flogið lengri vegalengdir í myrkri.
Það vill einfaldlega þannig til að öryggi er alltaf í fyrsta sæti þegar kemur að flugi. Nema ef til vill hjá síðuhafa… smile

Nonni (IP-tala skráð) 7.7.2021 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband