Stærri bylting í rafhlaupahjólunum en hjólunum?

Í ferðum á rafreiðhjóli að undanförnu hefur svo virst, sem byltingin, sem rafskúturnar veldur, sé að mörgu leyti meiri en fjölgun rafreiðhjólanna var frá og með árinu 2015. DSC09673

Nokkur atriði vekja sérstaka athygli. 

1. Fjöldinn. Seldar hafa verið að minnsta kosti 20 þúsund skútur, sem hafa mokast inn í umferðina á víðtækan hátt. Fram að þessu hafa hjólreiðamenn og vélhjólamenn þurft að temja athygli sína í samræmi við það hvar og hvernig er mesta árekstrarhætta. Hjólaskúturnar eru mikil viðbót, og þær birtast og hverfa öðruvísi en fyrri samgöngutæki, afar oft á mjög lymskulegan hátt eins og skrattinn úr sauðarleggnum. 

2. Færni fólks er lakari en á fyrri farartækjum. Flestir hafa áður hjólað á reiðhjólum í æsku, en miklu færri á hlaupahjólum. DSC09675DSC09667

3. Kæruleysi er meira áberandi á þessum nýju farartækjum, svo sem að nota ekki ljós, hjálma, skærlit vesti eða árekstravörn. Alltof margir eru niðursokknir í að hlusta á tónlist eða útvarp á fullri ferð. Bara í síðustu bæjarferð á rafreiðhjóli nú áðan munaði nokkrum sinnum hársbreidd að verða vitni að slæmum slysum.

 

Niðurstaðan eftir síðustu ferðir á rafreiðhjóli eru, að við blasir vaxandi öryggisleysi og hætta á óhöppum.  Þessu verður fyrst og fremst mætt með forvörnum, fræðslu og bættum og breyttum umhferðarmannvirkjum fyrir hina nýju tegund umferðar.

P.S. Neðsta myndin, af BSO reitnum á Akureyri, er raunar í öðrum bloggpistli um það mál í gær. 


mbl.is Göngum komið fyrir undir Hafnarfjarðarvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki borgarlínu verkefnið í uppnámi. Leigubílstjórar kvarta í Reykjavík og Ósló. Allir stuttu túrarnir eru farnir. Fólk ferðast hverfanna á milli á "rafdóti". Fjölgun farþega með strætó úr þessum 4% í 12% virðist algjörlega óraunhæft.

Mingo (IP-tala skráð) 8.7.2021 kl. 21:37

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég myndi frekar mæla með RAF-HJÓLUM sem að duga betur í ósléttu

heldur en rafskútum/brettum

þar sem að má vera mjög lítil fyrirstaða þannig að fólk falli um koll.

Jón Þórhallsson, 9.7.2021 kl. 08:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því miður er niðurstaðan af rafreiðhjólaferðum um stígakerfi höfuðborgarsvæðisins, að stór hluti stíga og gangstétta er hroðvirknislega gerður. 

Engu líkara en að stígagerðarmenn hafi ekki haft hugmynd um, að því þynnri sem dekkin eru og hjólin minni, þeim mun meiri er hættan á óhöppum og hjólbarðasprengingum. 

Mikið verk er líka óunnið við merkingar stígakerfisins. 

Ómar Ragnarsson, 9.7.2021 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband