Frétt um hroðalega tíðni bruna í rafbílum reynist fjalla um hið þveröfuga.

Hroðalegar fréttir af stórfelldum fjölda bruna rafbíla undanfarin ár halda áfram að birtast. 

Norsk frétt um stærsta bruna í bílastæðahúsi á Norðurlöndum fyrir þremur árum og hefði verið af völdum rafbíls lifir enn góðu lífi án þess að það virðist vera nokkur vegur að hið sanna fái að standa, að þetta var gamall Opel Zaphira dísil, en þegar Þjóðverjar tala um disil, nota þeir oft þýska orðið selbstunder; sjálfsíkveikjubíll!

Núna er ný frétt að koma frá Noregi um hroðalega eldhættu í rafbílum og vegna þess hve löng hún er fá áreiðanlega flestir lesendur þá tilfinningu í lokin, að þarna sé um váleg tíðindi að ræða. 

Vandlega er tíundað að 59 rafbílar hafi brunnið í Noregi síðustua misseri og þar að auk sé mun seinlegra að slökkva í þeim en eldsneytisknúnum bílum. 

Síðar er nefndur fjöldi bílbrunanna í heild á þessu tímabili og látið fljóta með að rafbílar séu 12 prósent bílaflotans í Noregi. 

Ekki er frekar unnið úr þessum tölum og fréttin er það löng að áreiðalega láta flestir lesendur hennar eiga sig að eyða tíma í það. 

En sé það gert kemur þetta í ljós. Af 2393 bílabrunum voru 59 rafbílar, sem er rúmlega 2 prósent. 

Sem sagt: 12 prósent bílaflotans með aðeins 2% brunanna, eða sex sinnum færri bruna rafbíla en eldsneytisknúinna, miðað við heildaarfjöldann. 

Þetta hefði getað verið fyrirsögn fréttarinnar og er kjarni málsins. 

En það lítur betur út til að fréttnæmt þyki að það sem er dramatískast í fréttaefninu fangi athyglina sem best. 

Og miðað við langlífi stóra bílahússbrunans í Stavanger gæti hin nýja norska frétt orðið jafnvel enn langlífari. Bæta mætti þvívið dramatíkina hvort tíminn sem slökkvilið eyðir í að slökkva í rafbílunum sé sex sinnum lengri en það þarf fyrir eldsneytisbílabruna. 

Þó er sexföld tímalengd varla nógu krassandi, heldur þyrfti slökkvitíminn helst að vera minnst 20 lengri til þess að rafbílaógnin teldist örugglega meiri. 


mbl.is Ellefu rafbílabrunar á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Kemur fram aldur bila sem brenna, Áhyggjuefnið er að 2% rafbila sem eru nýlegir í sögunni fuðra upp, hvað gerist þá þegar þeir eldast, sérstaklega her í saltpæklinum. Há rafspenna og straumur í samvistun við saltpækil er ávísun á vandræði.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.7.2021 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband