Stökk Olgu Korbut í nýju ljósi. "Twistie" á rafreiðhjóli.

Eitt augnablik á Ólympíuleikunum í Munchen 1972 verður öllum þeim, sem sáu það í beinni útsendingu erlendis líkt og gerðist hjá síðuhafa, ógleymanlegt: Það var þegar Olga Korbut stóð á jafnvægisslánni og tók heljarstökk aftaur á bak og lenti fullkomlega á þessum örmjóa lendingarebletti.

Á þessum Ólympíuleikum datt Lasse Viren í langhlaupi, en stóð upp og fór fram úr öllum og sigraði. 

Dawe Wottle var síðastur í 800 metra hlaupinu þegar 300 metrar voru eftir, en tók mikinn sprett, brunaði fram úr öllum og vann.  

En með hinu ótrúlega og "óframkvæmanlega" stökki Olgu Korbut 1972  hófst ný öld í fimleikum, öld ótrúlegra og að því er virtist fífldjarfra stökka og snúninga þar sem Simone Biles hefur bætt öll met í fjölda og fjölbreytileika. 

Fimleikafólkið sjálft hefur kallað meinlokufyrirbærin, sem nú birtast, "twisties" og það á við í bókstaflegri merkingu um fyrirbæri, sem setur flugmenn í sérstakan áhættuhóp ef þeir byrja að aka vélknúnum hjólum.  Honda PCX rafhjól

Þegar síðuhafi hóf að nota rafknúið reiðhjól með handgjöf 2015 skildi hann ekkert í því, að fyrstu vikurnar á hjólinu datt hann alls fimm sinum, en slapp þó við að meiða sig.

Þetta kom mjög á óvart, því að í gegnum undanfarna áratugi hafði verið viðhaldið margreyndri þjálfun frá unglingsárum varðandi það að framkvæma aldeilis ótrúlegar kúnstir á reiðhjólum. ´Léttir,knapi,  TF-ROS

Við yfirlegu yfir orsökunum fyrir þessum nýtilkomnu byltum kviknaði skyndilega ljós: Hvað var nýtt og framandi í notkun þessa rafreiðhjóls: Jú, það var hægt að nota handgjöf með hægri hendi.

Allar bylturnar höfðu orðið við að bregðast við smávægilegum en óvæntum breytum eða uppákomum, svo sem að víkja sér til hliðar til að forðast ójöfnur eða hindranir, eða þegar komið var aðeins of hratt inn í beygju. 

Þrautæfð en ósjálfráð viðbragð flugmanns með hönd á handaflgjöf flugvélar og mörg þúsund klukkustunda reynslu er að draga höndina/handarbakið að sér.  Við það er dregið af afli hreyfilsins. 

En á vélknúnu hjóli virkar þetta öfugt; hreyflinum er gefið inn aukið afl með því að færa handarbakið með "twist"hreyfingu aftur á bak að sér. 

Flugmenn, sem eru nýliðar í vélhjólaakstri geta því verið í sérstökum áhættuhópi. 

Eftir að þessi orsök óhappanna á rafreiðhjólinu var fundin, hurfu bylturnar á svipstundu. 

Þetta kostar hins vegar auknar æfingar til skiptis á flugvélum og vélhjólum. 


mbl.is Hvað hrjáir Simone Biles?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband