Eitt helsta lykilatriðið í þróun rafafls í bílum.

Flest hnígur að því framleiðsla hreinna rafbíla muni fá vaxandi þunga á næstu árum. 

Því veldur sá höfuðkostur, að komist er alveg hjá því nota jarðefnaeldsneyti í slíkum bílum, en kostur þess er ekki aðeins hámarks árangur varðandi kostnaðinn af því hafa tvö aflkerfi í bílnum og nýta ekki sem best kosti þess að geta hlaðið rafafli á bílinn og nýta það best. 

Samkvæmt notkunarkönnun er meðal rafnotkun eigenda tengiltvinnbíla dapurlega lítil, og er aðalástæðan líklega kæruleysi eða leti. 

Þekkir síðuhafi ýmis dæmi um það að vegna þyngdar bílanna í notkun með bensínvélinni, til dæmis í þjóðvegaakstri, verði bensínreikningurinn oft hár og kolefnissporið þar með. 

En vegna þess að tengiltvinnbílar hafa þann augljósa kost að hægt er að kaupa rafmagn á bílinn í stað þess að á venjulegum tvinnbílum er enga aðfengna orku að fá, hefur blasað við nauðsyn þess að stækka rafhlöður tengiltvinnbíla, sem hafa því miður hingað til verið heldur litlar. 

Stærðin hefur aðeins dugað til 35-55 km aksturs hin fyrstu ár þessara bíla. 

En nú er að birta til. Í RAV 4 og Suzuki Aircross tengiltvinnbílum er rafhlaðan orðin 18 kílóvattstundir og nú stígur Benz stórt skref fram á við, eins og áður hefur verið lýst hér nýlega á síðunni og teygir sig upp í 24 kílóvattstundir, sem er svipað var í fyrstu kynslóð Nissan Leaf.  


mbl.is Nýr S-Class tengiltvinnbíll dregur 113 km
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mikill lúxus að geta hlaðið geymana aftur með bensínvélinni þegar þeir verða rafmagnslausir. Láta malla í lausagangi í klukkutíma eða svo til að hafa rafmagn í næsta klukkutíma eða sv. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 2.8.2021 kl. 19:42

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tvinnbílar valda meiri umhverfisskaða en bensínbílar.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2021 kl. 23:38

3 identicon

Nissan Leaf er að hafa þetta. Bjórinn vinnur að lokum sigur yfir bjórlíkinu!

Ragnar Þ. Þóroddsson (IP-tala skráð) 3.8.2021 kl. 06:25

4 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Meirihluti rafmagns í heiminum, sem bílarnir nota er svo framleitt með jarðefnaeldsneyti. T.d. Í Bandaríkjunum er um 60% rafmagnsframleiðslu jarðefnaeldsneyti. Hvað skildi það vera þá í Kína?

Rafn Haraldur Sigurðsson, 3.8.2021 kl. 14:40

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Strax í upphafi vegferðarinnar til að minnka kolefnissporið var það reiknað út, að mesta mengunin miðað við magn jarðefnaeldsneytis varð ef brunanum yrði dreift á milljarð bíla yrði útblásturinn mun meiri í heild en ef hann færi í gegnum stór orkuver sem framleiddu raforku. 

Ómar Ragnarsson, 3.8.2021 kl. 19:09

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Rafmagsbílar eyða orku. Um 85% af orkunni sem notuð er í heiminum er jarðefna eldsneyti. Öll orka sem rafmagnsbíll notar af neti sem er á heimsmarkaði er því tæknileg framleidd 85% með jarðefnaeldsneyti. 

Heildar Kolefnisspor Nissan Leaf var reikna um 10% stærra en af sambærilegum Bensínbíl af Óslóarháskóla fyrir nokkrum árum.

ElionMusk segir að það þurfi bara að keyra Teslurnar hans 50 þúsund mílur til að kolefnisspor þeirra verði minna en bensínbíls miðað við að rafhlaðan sé endurunnin, sem er vitanlega fáránlegt því hvar ætlar hann að fá rafhlöður sem ekki er búið að framleiða til að endurvinna?   Ef ekki er reiknað með því, þarf að aka þeim minnst 130 þúsund mílur. 

Hér er 7 ár gamalt blogg um þetta sem er í fullu gildi.

Rafbílar eru orku og umhverfissóðar. - mummij.blog.is

Guðmundur Jónsson, 3.8.2021 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband