Af hverju þurftu Kanarnir fimm björgunarþyrlur?

Áf hverju voru fimm björgunarþyrlur á Keflavíkurflugvelli meðan Kaninn var þar?

Svarið er einfalt: Það hefur verið vitað og viðurkennt mál í marga áratugi að fimm þyrlur eru algert lágmark í þyrlustarfsemi af þessari tegund ef halda á uppi lágmarks öryggi. 

Ástæðurnar eru margar, en sú mikilvægasta er að viðhald og rekstur þyrlna er um það bil fjórum sinnum meiri og dýrari en á sambærilegum flugvélum með fasta vængi. 

Það er því dapurlegt og klökkt að í rekstri öryggissveitar skuli helsta lögmálið í slíkum rekstri, öryggi þjónustunnar ekki aðeins hafa verið þverbrotið hér á landi í áratugi, heldur er svo enn og ekki hinn minnsti vottur er um að út frá því verði breytt. 

Engu er líkara en að annað aðalatriði varðandi slys og neyðartilfelli sé líka virt að vettugi að flest þeirra eru þess eðlis að menn ráða engu um stund og stað hvað þau varðar. 

 


mbl.is Þyrla Gæslunnar gat ekki sinnt útkalli vegna bilunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Eru þetta ekki þessi endlausu auravandræði? Alltaf krónubaslið?

Getum við áreiðanlega ekki rekið 5 þyrlur tæknilega?

Halldór Jónsson, 6.8.2021 kl. 03:33

2 identicon

Sæll Ómar.

Af hverju nefnir þú ekki það sem höfuðmáli skipti en
það var að þyrlur varnarliðsins gátu bjargað mönnum
þar sem engin leið var til að íslenskar hefðu nokkru sinni ráðið við.

Húsari. (IP-tala skráð) 6.8.2021 kl. 04:53

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Er ekki furðulegra að kaninn hafi ekki verið með fleiri þyrlur hér á landi, miðað við fjölda véla sem þeir réðu yfir.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 6.8.2021 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband