Að skjótast í skrepp til Route 66 gæti verið góð byrjun.

Route 66 er heimsfrægur gamall þjóðvegur sem áður var aðalleiðin vestur til Los Angeles. 

Síðan var hann leystur í aföngum af hólmi með breiðri hraðbraut. Hún er misjafnlega langt frá Route 66 sem er enn við lýði, mun mjórri en hraðbrautin en þó með bundnu slitlagi en ansi þreyttu. 

Meðal þeirra staða þar sem auðvelt er að fara af hraðbrautinni eða úr lestinnni yfir á Route 66 er á kafla í Arizona fyrir austan Hoover stifluna. 

Þar er smáþorp sem er þannig útbúið, að manni er kippt inn í árin í kringum 1960, 

Nokkurs konar bandarísk Litla kaffistofa, en allt með sömu kjörum og forðum, gamaldags bensíndælur, bílar frá þessum árum svo sem Ford Edsel, Rambler American, Caddillac ´59 og Studebaker Lark, og hvarvetna munir og myndir af Presley, James Dean, Marilyn Monroe, Dean Martin, John Wayne og Marlon Brando. 

Um svona stað gildir hugkvæmni og það að kunna að skapa upplifun gamals andrúmslofts. 

Með tilkomu stórrar bensínstöðvar Olís við Rauðavatn styttist leiðin frá Litlu Kaffistofunni í næstu bensínstöð úr 18 kílómetrum niður 12 og við þessu þarf að bregðast. 

Litla kaffistofan er á vegamótum Þjóðvegar eitt og gamla vegarins, sem þurfti að liggja í sveig norður fyrir Svínahraun vegna þess að það var ekki fyrr en um 1970 sem hægt var að beita nútíma vegagerðartækjum.   

 

 


mbl.is Þetta er fjölskyldan sem tekur við Litlu kaffistofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband