Hvað með "pedalaslys"? Bifhjólastýri í bílum?

Fyrir tveimur árum á að giska fréttist af því að verið væri að leita orsaka ítrekaðra slysa á ákveðinni gerð af Tesla sem birtust í því að viðkomandi bílar tóku upp á því að gefa sjálfum sér fulla "rafgjöf" svo að bílarnir æddu af stað á fullu afli og ollu stórslysum, jafnvel banaslysum.  

Ekki bárust af því fréttir hvernig þetta mál fór, hvort þarna hefði getað verið um afar einfalt atriði að ræða, að hemilspedalinn væri of nálægt rafgjafarpedalanum. 

Þannig var það og er enn á minnsta rafbíl á Íslandi, Tazzari Zero, og svona atriði hefur miklu verri afleiðingar á rafbíl en eldsneytisknúnum bíl, því að ef stigið er á pedalann með rafaflsgjöf, virkar allt rafaflið í heilu lagi frá blábyrjun, en á bensín- eða olíuknúnum bílum er aflið í raun ekkert alveg í upphafi spyrnu fótarins, heldur vex það með vaxandi snúningi vélarinnar. 

Ef stigið er á bremsupedalann á Tazzari, er það stutt á milli hans og rafgjafarpedalans, að það er eins og bíllinn gefi sér sjálfur inn. 

Ósjálfrátt viðbragð bílstjórans er þá að hemla miklu fastar, en við það eykst aflgjöfin á augabragði og miklu meira en nemur hemlunargetunni. 

Svo lúmskt gat þetta verið, að þegar all stórfættur maður fékk að taka í bílinn, dugði ekki að hafa aðvarað hann fyrirfram, þegar hann hemlaði bílnum í upphafi; hann steig á báða pedalana í einu og bíllinn tók rokna viðbragð fram á við. 

Tvær breytingar gætu breytt þessu: 

1. Að auka bilið á milli pedalanna tveggja. 

2. Að færa þessi stjórntæki upp í eins bifhjólastýri og jafnvel að hafa þetta eins og á bifhjóli að bæði sé stýrt, gefið inn og hemlað með bifhjólastýri!  


mbl.is Sjálfstýribúnaður Tesla til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er ekki einsdæmi mep Tesla,

Ég komst nákægt því að slasa mann eða drepa á Suzuki Grand Vitara. Ég steig á bremsuna en þá gaf hann fullt inn sem ég fattaði ekki þarna og bremsan hélt honum eiginlega ekki, hann tommaði áfram á fullri gjöf og ég paníkéraði og steig af ölllum kröftum á bremsuna og meira á bensínið um leið. Ég  fattaði ekki að svissa af eða sleppa pressunni. Og maður fyrir framan í stórhættu miklli míns bíls og næsta bíls fyrir framan, þetta var inni á þvottastöð.  Þetta endaði með því að ég keyrði á bílinn á undan en maðurnn var farinn frá sem betur fór, bremsan á jeppanum hélt honum ekki á móti gjöfinni

Ég var svakalega sjokkeraður eftir og skíthræddur við svona síðan.

Ég held að einhver maður hafi keyrt í sjóinn seinna  og fariat í svona sítúasjón á svona bíl,

Maður getur lokast svona gersamlega og fattað ekki neitt.

Halldór Jónsson, 21.8.2021 kl. 17:23

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Einfaldast er líklega að rafmagnið blokkist til  mótors þegar stigið er á bremsu.Auka rofi sem býr til boð til tölvukerfis bílsins um rof á rafmagni  til mótors

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 21.8.2021 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband