Fiesta, Passat og fleiri gamlir vinir kveðja; nýir koma.

Við og við koma bylgjur í bílaframleiðslunni þegar fleiri gamlar og góðar tegundir kveðja en venjulega. 

Ein slík bylgja kom í í Bandírkjunum á árunum í kringum 1960, svo sem Packard, Studebaker, De Soto og Edsel, og var Studebaker elsta merkið, meira en aldar gamalt, því í meira en hálfa öld þess bessa framleiðanda voru hestvagnar framleiddir með þessu tegundarheiti. 

Hnignun Packard var hröð, úr því að vera "standard of the world" fyrir 1950 til þess að vera í dulargervi 1957 og 1958 og horfinn 1959. 

Nú stendur yfir mikil gerjun í bílaframleiðslunni með tilkomu rafbíla og tengiltvinnbíla og henni fylgir uppstokkun á þeirri flóru, sem í boði er.  

Sum tegundarheitin, sem voru vel heppnuð og seldust vel, verða jafnvel að lúta í gras. 

Bjallan, Fiat 126, Pontiac og Oldsmobile hurfu í kringum síðustu aldamót. 

Ford Fiesta heppnaðist svo vel 1976 að sú tegund var burðarás sölu Ford á litlum bílum í Evrópu í næstum 40 ár. 

Nú hefur verið ákveðið að slá þann bíl af.  

Tilraun Volkswagen til að framleiða nýja Bjöllu hefur sungið sitt síðasta. 

Passat var fyrsti framdrifni bíllinn, sem reið á vaðið sem heimahannaður framdrifsbíll 1972 með merki VW, og átti langan velgengnisferil, sem entist lengst og best á Bandaríkjamarkaði. 

Nú er sú saga öll á Bandaríkjamarkaði þótt bíllinn þrauki enn í Evrópu. 

"Ekkert stöðvar tímans þunga nið" er sungið í laginu "Sjá dagar koma" og það á svo sannarlega við í bílaframleiðslunni.  


mbl.is Passat kveður Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband