Hugvitið er auðlind, mannauðurinn verðmætastur.

Fátt hefur orðað betur gamalgróna vantrú á bókvit og trú á efnisleg gæði en gamla orðtakið "bókvitið verður ekki í askana látið" sem lýsir neikvæðu viðhorfi í garð lista og mennta og annars þess sem ekki er hægt að mæla í þyngd og magni. 

Þetta viðhorf var eðlilegt á þeim öldum Íslandssögunnar þegar þorri þjóðarinnar barðist jafnvel daglega við skort á jafn nauðsynlegum efnislegum gæðum og mat og klæðum, að ekki sé talað um svonefnda innviði, sem eru búnir til úr efnislegum hlutum eins og tré, málmum og tækjum. 

Á síðustu árum hefur hins vegar komið rækilega í ljós hve hugvit og nýsköpun getur orðið stór þáttur í þjóðarbúskap, þjóðarhag og viðskiptavild, auk þess sem velgengni byggð á hugviti og nýsköpun er mikilla peninga virði sem jákvæð kynning á þjóðinni og þeim mannauði, sem er í raun mesta verðmæti, sem hver þjóð á. 

Nýlega mátti sjá yfirlit yfir tekjur Íslendinga og kom þar vel í ljós, hvernig fólk í hinum svonefndu skapandi greinum hefur mörgu hverju tekist að vinna sér og þjóðinni inn ótrúlega mikil fjárhagsleg verðmæti með afurð hugans einni saman. 


mbl.is BBC fjallar um íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband