Rafhlöðurnar og þunnu dekkin breyta miklu varðandi undirvagnana.

Það þurfti ekki annað en að líta á bíla fyrri hluta síðustu aldar á færi til að sjá, hve mest allur undirvagninn var með góða veghæð og tiltölulega litla hættu á stórskemmdum. 

Allt frá 1920 til 1970 urðu dekkinn sífellt belgmeiri á amerískum bílum, fóru úr þremur tommum upp í átta, en þvermálið á felgunum minnkaði að sama skapi, úr 29 niður í 14. 

Frá 1958 og fram yfir 1970 mátti sjá dekkjastærðina 8.90-14 sem er gerólíkt því sem hefur verið síðustu árin, þegar fjarlægðin frá vegi upp felgubrúnina getur komist niður í 2 tommur. 

Eftir að fjöðrunin varð sjálfstæð að framan á flestum bílum, urðu neðstu hlutar vélar og gírkassa viðkvæm fyrir hnjaski neðan frá, og þá varð helst tjón við það að gat kom á þessa hluta bílsins svo að olian lak af því svo að þeir skemmdust vegna skorts á smurningi. 

Á síðustu áratugum hafa skemmdir á dekkjum og felgum færst mjög í vöxt, bæði vegna þess að dekkin hafa orðið þynnri og breiðari en áður var, en ekki síður vegna þeirrar tískubylgju að þetta lag á dekkjunum sé alveg sérstaklega töff, svalt og verklegt.  

Þegar saman fer tískubundin eftirsókn eftir alls kyns gerðum af "jeppum", sem eru það í raun ekki nema að litlu leyti, flatir og lágir rafhlöðukassar sem neðsti punktur þessara "jeppa", einkum þegar þeir eru hlaðnir, hlægilega þunn dekk á stórum og dýrum felgum, er ljóst, að með mikilli fjölgun svona bíla mun tjón á þeim vaxa mjög í hlutfalli við fjölda þeirra. 

Fólk hefur farið flatt á því reka þessa bíla niður við að festa þá í ám, og hvert tjón á rafhlöðunum í slíkum vandræðum til dæmis á fjallaslóðum, getur hlaupið á milljónum.

Spurningin um það hvort endilega þurfi að hafa rafhlöðurnar sem naðsta hluta bílanna á sér einfalt svar. Rafhlöðurnar eru langþyngsti hluti rafbílanna, slá upp undir tonn að þyngd einar og sér í þeim dýrustu, og því óumflýjanlegt að hafa þær sem allra neðst. 


mbl.is Undirvagninn hafður með í kaskótryggingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband