"Hvað er að, ef ekkert er að, en þó er ekki allt í lagi?"

Ofangreind spurning var margt löngu hermd upp á prófdómara nokkurn í munnlegu prófi fyrir nemendur til svonefnds meiraprófs bílstjóra. 

Eins og búast mátti við vafðist svarendum tunga um tönn og gátu ekki svarað spurningunni. 

Þegar prófdómarinn hafði notað þessa spurningu með góðum árangri nokkrum sinnum, fór svarið að kvisast út og þar með varð prófdómrinn að finna aðra spurningu í staðinn. 

Svona hljóðuðu spurningin og rétt svar við henni: 

"Hvað er að, ef ekkert er að, en þó er ekki allt í lagi?"

Svar: 

Þá er litla gatið á bensínlokinu stíflað." 

Svarið er er í rauninni hálft svar, því að enda þótt bíllinn geti gengið klakklaust á meðan bensíngeyminum er haldið meira en hálfum, lækkar þrýstingur inni í auða rýminu svo mikið þegar bensíndælan dælir bensínu úr honum, að á endanum ræður hún ekki við undirþrýstinginn og brestur eða stöðvast og það drepst á bílnum. 

Nú er spurningin varðandi Landsspítalann þess eðlis, að gamla meiraprófsspurningin kemur upp í hugann sem eins konar hliðstæða, þ. e, að vegna þess hvað hinn nýi vandi vegna COVID-19 er áður óþekktur og sér á parti, hafi ástandið innan spítalans breyst úr því að vera "ekkert er að" í það að "þó er ekki allt í lagi."

Ef allt dælikerfi vélar er í góðu lagi, getur það breyst ef jafnlítil breyting verður og felst í því að lítið öndunargat á bensíngeyminum stíflast. 

En það vefst oft að notendur farartækisins að finna út hvað sé "ekki í lagi" og hefur slíkt jafnvel valdið stóru flugslysi erlendis. 

Nú er spurningin hvort vandinn í Landsspítalanum byggist jafnvel á fremur einföldum atriðum sem mönnum hefur sést yfir fram að þessu, eða á því hve flókinn og sérstakur reksturinn er. 


mbl.is Kári segir Landspítalann í rusli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband