Síðasta gos í Öskju hálfgerður "ræfill." Þar á undan stórgos. Skjálftahrina 2007.

Síðasta Öskjugos var 1961 en var ekki stórt, þótt hraun rynni úr gíg efst í Öskjuopi og niður opið til austurs. 

Öskjugosið þar á undan, 1875, var hins vegar gríðarlegt öskugos, sem lagði þykka ösku yfir norðausturhálendið og olli því að fjöldi bújarða fóru í eyði og flæmdi gosið þúsundir manna úr landi til Vesturheims. 

Fróðlegt verður að athuga fjóra möguleika, ef kvika er að þrýstir landi upp nú.

1. Risið stöðvast og ekkert gos verður. 

2. Risið stendur nógu lengi til að það gjósi, en gosið verður lítið, allt niður í "ræfil". 

3. Risið verður það mikið og langvinnt að gos verður stórt, en kannski á öðrum nálægum stað. 

2007 til 2009 var skjálftahrina við Upptyppinga auðaustan við Öskju, og færðust skjálftarnir til norðurs allt yfir í Álftadalsdyngju norðaustan við Fagradal. Síðan fjaraði virknin út.

Upphaflega var virknin á óvenju miklu dýpi.  

Um tíma var haft á orði að gos í Álftadalsdyngju þyrfti ekki að verða slæmt ef það yrði svo langvinnt og rólegt dyngjugos að það yrði "túristagos". 

Ef einhver hefði sagt 2008 að gos með slíku yfirbragði dyngjugoss af miklu dýpi myndi hefjast á Reykjanesskaga 13 árum síðar hefði slík fjarstæða vakið hlátur.  


mbl.is Landris við Öskju í fyrsta sinn í áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband