Akureyri; VBS eða svæðisborg? Já, fyrir alllöngu.

Í fréttum RÚV í kvöld var Ágúst Ólafsson á Akureyri með frétt um þá tillögu að Akureyri fengi viðurkennda þá skilgreiningu, sem nefnist "svæðisborg" og gæti að því leyti komast á það stig fyrr en marga hefur grunað að teljast borg eða borgarsamfélag. 

Heitinu á stofnunum Reykjavíkur var ekki breytt úr bæ í borg fyrr en íbúarnir voru orðnir fleiri en 65 þúsund; þannig að það voru haldnar borgarstjórnarkosningar í stað bæjarstjórnarkosninga.  

En nú eru aðrir tímar, og öll tækni og aðstæður þannig, að vel má hugsa sér önnur viðmið en voru í gildi 1960-1970.  

Í ársbyrjun 2011 hélt prófessor frá Háskólanum fyrirlestur við Háskóla Íslands um fyrirbrigði sem nefnist FUA, Functional Urban Area, eða VBS, Virkt borgar svæði og byggðist á tveimur megin skilyrðum:  

Fleiri íbúar en 15000. 

Ferðatími minni en 45 mínútur frá jaðri inn til miðju. 

Með því að nota svona skilgreiningu kollvarpast að stórum hluta hræðilega úrelt skipting landsins í höfuðborgarsvæðið og landsbyggð, sem sífellt hefur skekkt meira og meira alla umræðu og mat á kjördæmiskipan og öðrum þáttum þjóðlífsins. .  

Höfuðborgarsvæðið myndi samkvæmt þessu ná frá Borgarnesi suður á Suðurnes og austur að Þjórsá, og fyrir norðan væri annað VBS, sem næði frá Öxnadalsheiði austur til Húsavíkur, og norður og suður allan Eyjafjörð. 

Þá yrðu úr sögunni rök fyrir því að atkvæði kjósanda við norðurenda Hvalfjarðarganga hefði mæstum þrisvar sinnum meira vægi en atkvæði kjósanda á Völlunum sunnan Hafnarfjarðar. 

Þá myndi líka opnast sá möguleiki að líta á Reykjavík og Akureyri að stórum hluta til sem sameiginlegt VBS, af því að ferðatíminn frá miðju Akureyrar til miðju Reykjavíkur er minni en 45 mínútur þegar flogið er á milli staðanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband