Þörf varðveisla gamals byggingarmáta jeppa.

Áður fyrr voru nær allir jeppar einföld smíð hvað snerti drifbúnað, fjöðrun og undirvagn; yfirbygging sett ofan á sérstaka grind með stigalagi, stífir öxlar (hásingar) að framan og aftan og hátt og lágt drif. 

Á best hönnuðu jeppunum var þess gætt, að drifkúlur og svinghjól lægju í beinni línu frá vél og aftur úr til að bíllinn smygi með sem minnstri mótstöðu í gegnum snjó og drullu. 

Stórmerkilegur jeppi, Austin Gipsy, rauf hefðina varðandi stífa öxla og blaðfjaðrir og bauð upp á firna góða og lungamjúka sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli. 

En bíllinn féll á því hve viðhaldsfrekir átta viðbótar hjöruliðir voru. 

Sífellt fækkaði jeppunum með gamla einfalda laginu og um nokkurra ára skeið héldu þó velli Mercedes Benz 6, Landrover Defender, og Range Rover, Suzuki Fox/Jimny og Jeep Wrangler. 

Fjórir þeir fyrstnefndu héldu fast við þráðbeina driflínu drifkúlna og svinghjóls í allmörg ár, en síðan kom að því að Range Rover breytti öllu hjá sér, tók upp sjálfstæða fjöðrun og heilsoðna grind við boddíið. .INEOS Grenadier 

Síðan kom að því að sett var sjálfstæð fjöðrun á Benzann og þegar nýr Defender kom, sást strax að þar var kominn Land Rover Discovery í dulargervi; sjálfstæð fjöðrun, og heilsoðið boddí við grind eins og á Discovery og Range Rover. 

Mun dýrari bíll í krafti flóknari byggingar og tækni. 

En Defenderinn gamli átti sér endurfæðingu fyrir tilstilli aðdáenda hans í nýjum bíl með heitinu Ineos Grenadier. 

Það er bara skemmtilegt og gott að nú sé boðið upp á tveir gerólíkar útfærslur á arftaka gamla Defender og verður spennandi að sjá hvernig það fer. 

Reynt er að hafa Ineos Greadier, sem einfaldastan; hann er byggður á grind og með stífa driföxla (hásingar) en afar fullkomna fjöðrun, en hásingafjöðrun gefur möguleika á lengri fjöðrun en sjálfstæð fjöðrun, sem er mikill kostur í ófærum. Vélin er BMW dísil.   


mbl.is Ratcliffe lánaði nýja jeppann sinn í tökur Thule á Hvolsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ekki gleyma Rexton jeppum byggðir a grind með læstum millikassa og láu drifi

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 7.9.2021 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband