Kúrsinn fyrir norræna krata, blandað hagkerfi, var settur fyrir um 65 árum.

Í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar varð mikil vinstri sveifla í Evrópu. Kommúnistar náðu völdum í Austur-Evrópu, urðu sterkir á Ítalíu og í Frakklandi og Verkamannaflokkurinn tók völdin í Bretlandi. 

Á Norðurlöndum héldu sósíaldemókratar völdum.  

Verkamannaflokkurinn breski fór út í mikla þjóðnýtingu stórra fyrirtækja, sem tókst ekki betur en svo, að Íhaldsflokkurinn náði aftur völdum á sjötta áratugnum. 

En á Norðurlöndum að Íslandi meðtöldu tóku mikil skömmtun, innflutningshöft og flókin gengisskráning völdin og bæjarútgerðir voru settar á fót víða hér á landi.

Á sjötta áratugnum var komið margfalt gengi hér á landi kennt við svonefndan bátagjaldeyri og í Danmörku var til dæmis tvöfalt gengi, annars vegar skráð gengi og hins vegar svonefnd dollarakaupaleyfi. 

Svo hart var hert að mittisólinni, að þar sáust engir amerískir bílar á ferð og stórir evrópskir bílar voru fátíðir. 

Íslendingar höfðu notað tækifærið og eytt stórum hluta mikils stríðsgróða í bílakaup árin 1946 og 47 en nánast lagt niður innflutning næstu tólf árin.   

Þegar síðuhafi dvaldi í sex vikur sumarið 1955 í Kaupmannahöfn trúðu menn því alls ekki að algengasti bíll á íslandi væri amerískur Willy´s og að mikill meirihluti landsmanna ækju á amerískum bílum með vinstri handar stýri í vinstri umferð. 

En þegar efnahagur Evrópuþjóða batnaði síðar á áratugnum voru danskir kratar fljótir að söðla um og taka upp svonefnt "blandað hagkerfi" sem fékk að blómstra í Viðreisnarstjórninni sem tók við völdum 1959, þar sem Gylfi Þ. Gíslason var einn helsti hugmyndasmiður í því að við fylgdum fordæmi norrænna krata. 

Síðar á öldinni voru bæjarútgerðir að mestu lagðar niður, gengið í EFTA og síðar í EES. 

 

Þessi stefnubreyting hefur reynst að mestu leyti vel síðan, og flokkar við miðju stjórnmálanna, svo sem Viðreisn, Samfylking og Framsóknarflokkur hafa þessa meginundirstöðu. 


mbl.is Útlit fyrir marga flokka og veikt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymirðu ekki fílnum í stofunni, Sjálfstæðisflokknum?

Galdurinn á bak við sterkan efnahag Þjóðverja segja sumir að þar vinni verkalýðurinn með atvinnurekendunum í fyrirtækjunum. Ólíkt t.d. Frökkum þar sem ríkið sé öðrumeginn og almenningur hinumeginn. 

Það má vera að Íslendingar hafi á sinn hátt rambað á svipaða formúlu og Þjóðverjar án þess þó að slíkt væri augljóst. 

Þannig hafi Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókna að hluta, gengt hlutverki atvinnurekandans í þýsku formúlunni en kratar og kommar verið í hlutverki launþega.  

Kolkrabbi og Smokkfiskur versus ASÍ og BSRB sem og bændasamtök.

Einhver varð jú að taka ábyrgð á að fyrirtækin gætu rekið sig og einhverjir urðu jú að tala máli launamanna. 

Þessi leið gafst furðu vel þó enganveginn væri hún hnökralaus. 

Pólitískur slagur síðustu áratuga hefur snúist um að ganga af þessari pólitísku útgáfu af þýsku leiðinni (menn eru alveg hættir að tala um "leiðir" í þessari kosningabaráttu) en taka þess í stað upp burokratíu ESB þar sem lög og reglur mæli fyrir um stórt og smátt í samfélaginu.  Það er helst að sjá að Villi Birgis reyni að halda merkinu uppi um góða samvinnu launþega og fyrirtækis. 

En óneitanlega læðist að manni sú tilfinning að þjóðarskútuna reki orðið stjórnlaust um haf tímans. 

Nú gildi bara að taka upp Rómversku leiðina í kosningum, þ.e. "að lofa sem mestu og svíkja svo allt" en stóla síðan á reglugerðarverk ESB.

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 06:02

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eða að taka nokkurs konar Jón Gnarr á þetta, lofa því að svíkja, allt verður lofað. 

Sjálfstæðisflokknum tókst að halda meirihluta bæjarstjórnar og siðar borgarstjórnar í Reykjavík í höndum hægri manna og síðar flokksins í meira en 70 ár með því að reka vaxandi félagslega stefnu sem oft var framar stefnunni í bæjarfélögum undir stjórn vinstri manna.  

Ómar Ragnarsson, 24.9.2021 kl. 13:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Leiðrétting á efstu línu; "lofa því að svíkja allt sem verður lofað." 

Ómar Ragnarsson, 24.9.2021 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband