Ef heilbrigðismál fá 60 milljörðum of lítið á ári, er talan 600 milljarðar á 10 árum.

Í litilli blaðagrein í dag er bent á, að framlög til heilbrigðismála hér á landi séu mun lægri hér á landi sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu en í næstu löndum samkvæmt tölum frá OECD. 

Munurinn er í kringum 15 prósent á árim en það samsvarar um 60 milljörðum krona á ári. 

Nú er það vitað, að þessi mikli munur hefur verið hér í meira en áratug, sem þýðir, að uppsöfnuð vöntun er um 600 milljörðum á áratug

Ef það er rétt að kjósendur telji heilbrigðismál mikilvægasta málaflokkinn gegnir furðu að ofangreind hlið mála, sem meðal annars bitnaði á öllu viðhaldi og olli því hve margt drabbaðist niður, er merkilegt hve litla athygli hin litla frétt í blaðagreininni í dag vekur. 

Og útskýrir kannski, að fyrir nokkrum dögum kom í ljós, deild fyrir stóran hluta sjúkdóma, geðheilbrigðismál, gleymdist hreinlega rétt si svona þegar farið var í að endurnýja ónýt og úrelt húsakynni með bútasaumi. 

Ólíklegt er að það hefði gleymst ef farin hefði verið sú leið að hanna og byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni, eins og til dæmis var gert í Noregi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Auðveldlega 20% af fjármagninu fer í möppudýr.

Ef möppudýrin væru rekin, þá væru til auka 12 milljarðar, án þess að breyta neinun öðru.

En það verður aldrei gert.

Í staðinn verður meira fjármagni dælt í málaflokkinn, til þess að ráða fleiri möppudýr.

Það er reynzlan. 

Ásgrímur Hartmannsson, 24.9.2021 kl. 23:07

2 identicon

Mikið var ég feginn að sjá Steina Briem bregða fyrir í athugasemd við pistil hjá Stormskerinu.  Ég hélt að hann væri kannski veikur eða þaðan af verra.  Ég verð samt að segja að ég sakna hans afar mikið og hans velgrunduðu innleggja hér hjá Ómari

imbrim (IP-tala skráð) 25.9.2021 kl. 00:06

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég get bætt í stærðfræðina þína. Þetta væru 6000 milljarðar á hundrað árum. 6 billjónir. Já og 60.000 milljarðar á þúsund árum. Að hugsa sér maður.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2021 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband