La Palma: Verkefni fyrir mælitæki Jónasar Elíassonar til öskumælinga í lofti.

Þegar eldgosið í Grímsvötnum stóð sem hæst 2011 stóðu íslensk flugmálayfirvöld frammi fyrir því einn daginn að loka flugvöllunum í Reykjavík og Keflavíki vegna öskufalls. 

Til þess að framkvæma svona bann var notuð tölva í London. 

Bannið stóð til og hefði verið sett á þótt ástandið í raun væri þannig, að vestan við Selvog og Reykjanesfjallgarðinn væri í raun heiðskítt en skyggni hins vegar aðeins 5 kílómetrar austan við þessa línu. 

Boðið var upp á það af yfirvöldum hér, að yfirmennirnir í London gætu horft í gegnum Skype í flugturninum í Reykjavík hvernig Snæfellsjökull blasti þaðan við í 120 kílómetra fjarlægð, 

En því var hafnað, af því að kerfið byði eingöngu upp á bréfleg viðskipti, mælitölur sendar með faxi, lesnar af strimlum. 

Eða, eins og það var orðað í Íslandsklukku Nóbelskáldið; "hefurðu bréf upp á það?"TF-TAL

Og þarna fannst smuga, því að mælingartölur á sérstöku loftmælingatæki, sem Jónas Elíasson prófessur hafði fundið upp og látið smíða, var tilbúið til notkunar og hafði verið prófað daginn áður. 

Hægt að framkvæma þessar mælingar á eins hreyfils vél Sverris Þóroddssonarm, TF-TAL, og var nú farið í að fljúga þessari flugvél næst stanslaust næsta einn og hálfan sólarhring. 

Í ljós kom að fimm kílómetra skyggnið á leiðinni frá Selfossi að Reykjanesfjallgarði var rétt við mörk þess magns ösku, sem Alþjóða flugmálastofnunin gaf sjálf upp sem mörk á milli bannsvæðis og leyfilegs flugsvæðis. 

Með því að nota tvo flugmenn til skiptis á vöktum tókst að halda íslensku flugvöllunum opnum við Faxaflóa. 

Svo hreint var loftið á flugleiðinni um Faxaflóasvæðið allan tímann, að aðeins einu sinni kom fram snöggt frávik upp á við. 

Við nánari athugun kom í ljós að þetta frávik varð í eina sekúndu þegar flogið var í 1000 fetum beint yfir Hellisheiðarvirkjun! 

Tæki Jónasar voru síðar prófuð við eldgos í Japan og ættu að ver til ennþá. 

Nú væri gott ef Jónas léti spönsk flugmálayfirvöld vita af stöðu mála í þessu efni.  


mbl.is Flugvellinum á La Palma lokað vegna eldgossins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband