Minnkandi áhugi hinna yngstu er rannsóknarefni.

Það er athugunarefi af hverju yngstu árgangar fólks á kjörskrá hefur minnkandi áhuga á að neyta kosningaréttar síns. Mörg þeirra bera því við að það sé vesen að kjósa á fleiri vegu en að fara á kjörstað. 

Það er ekki langt síðan það var keppikefli ungs fólks að afla sér ökuréttinda en nú eru miklu fleiri en áður sem er slétt sama um þau. 

Þar með geta þau ekki framvísað ökuskírteini og einnig eru hvergi nærri allir með íslykil eða önnur gild skilríki.  

Síðuhafi framvísaði vegabréfi sínu vegna þess að ljósmyndin á nýju ökuskírteini var svo þokukennd, að hún hefði alveg eins geta verið af hveitipoka. 


mbl.is Næstlægsta kjörsókn sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gerð var könnun fyrir nokkrum dögum sem sýndi að meirihlutinn vildi einstaklingskosningar. Það er vaxandi vilji fyrir því að þetta verði tekið upp og sá vilji skilar sér í sífellt minni kjörsókn þar sem eingöngu flokkar eru í boði.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 27.9.2021 kl. 09:50

2 identicon

Sæll Ómar.

Vel má vera að þulur og barnagælur
geti reynst vel í baráttunni fyrir skilningi
ungviðis á stjórnmálum og ekki væri verra að
reisa eins og eittþúsund kjörklefa eða fleiri
ef gönguleið að kjörstað fer yfir 100 metra.

Sem dæmi mætti taka að arkitektinn að sigri
Framsóknar er Lilja Dögg Alfreðsdóttir sem
svínbeygði forystu KSÍ lofsællar minningar
til að taka til í sínum ranni.

Nú kann þetta að vera ofvaxið skilningi yfirleitt
og þá er ekki verra að geta gripið til ævintýrisins
um Hlina kóngsson.

Gæti þá undurfögur málsgrein hljómað þannig eftir smá lagfæringu:

"Singi, singi, svanir mínir, svo að hann Singi vakni."

Eins mætti grípa til þess hversu fiskar geta verið góðlegir
á svipinn eins og t.d. þorskurinn en ýsan reyndar ekki síðri
hvað svip varðar en mun fallegri í tauinu og afrennd og slétt
allan sinn aldur og svipar því nokkuð til flestra Sjálfstæðismanna
í stað þess að þorskurinn er oftast yfirkominn af fitu á sínum efri árum.

Hætti mér ekki í samburðarfræði hvað varðar ljóta fiska eins og t.d.
skötuselinn en jafnan verður að skilja vandráðnar gátur fegurðarinnar
eftir hjá lesendum sjálfum!

Húsari. (IP-tala skráð) 27.9.2021 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband