Murphy sýndi mátt sinn.

Það, sem gerst hefur við talningu atkvæða í kosningunum, er mun líklegra að hafa stafað af mannlegum mistökum en nokkru öðru.  

Ástæðan er eins einföld og algeng og verða má og felst í svonefndu lögmáli Murphys, sem hljómar einhvern veginn þannig, að ef mögulegt sé tæknilega að gera eitthvað á rangan hátt eða ef eitthvað geti farið úrskeiðis, muni það gerast fyrr eða síðar og jafnvel miklu fyrr en nokkurn gruni. 

Af þessum sökum er æsingur og órói út af því að sjö atkvæði lentu á skökkum stað á Norðvesturlandi að miklu leyti ástæðulítill.  

Ef farið verður að endurtelja á landinu öllu er hætt vð að stefni í það að, að það verði alltaf gert og að á endanum verði kosningadagarnir þrír, kosið fyrsta daginn og síðan talið annan daginn og að lokum þriðja daginn, því að tvöföld talning krefst nægilegrar hvíldar. 

Annars eykst bara hættan á því seinni talningin mistakist. 


mbl.is Vill að endurtalið verði á landinu öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband