Sá meirihluti ræður, sem hefur það bara þokkalegt.

Það má leggja sitthvað út af tilvitnuðum orðum Jónasar heitins Kristjánssonar um að fólkið fái þá ráðamenn sem það kýs. 

Til dæmis má sjá, að til eru annars konar meirihlutar meðal kjósenda en þessir hefðbundnu, sem eru flokksfólk.  

Og þessir meirihlutar koma ýmsu fram, bæði beint og óbeint. 

Hvers vegna skyldi Helgi Pétursson segja í viðtali að allir íslensku flokkarnir hafi frá upphafi aldarinnar brugðist gamla fólkinu og öryrkjunum, þrátt fyrir síendurtekin loforð um hið gagnstæða?

Það skyldi þó ekki vera vegna þess, að sá þjóðfélagshópur sem hefur það verst og er læst inni í verri fátækragildru skerðinga en þekkist í öðrum löndum, er minnihlutahópur, þótt fjöldinn skipti jafnvel tugum þúsunda. 

Og þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni að meirihluti kjósenda vilji beint persónukjör, er þverpólitískur meirihluti þingmanna ævinlega í þeirri stöðu að vera í "öruggum sætum" hverja kosninganóttina eftir aðra. 


mbl.is Náðu ekki inn á þing eftir harðan slag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband