Framsókn hefur sterkari spil á hendi en áður.

Ef líkja má stjórnarmyndunarviðræðum við það að spila á spil, er ljós sú breyting frá því sem áður var, að Framsókn hefur það miklu sterkari spil en eftir kosningarnar 2017, að einungis vitneskjan um hin breyttu styrkleikahlutföll getur haft áhrif á samningsstöðuna. 

Tveir til þrir nýir möguleikar hafa nú birst á myndun þriggja flokka stjórnar með Vg utan stjórnar. 

Fyrir kosningar hafði Bjarni Benediktsson ýjað að því, að uppstokkun gæti orðið í ráðuneytaskiptingu stjórnarflokkanna, þannig að til dæmis heilbrigðismálin kæmust í hendur Sjalla.  

Í framhaldi af því gæti það líka orðið vegna aukins styrks Framsóknar að sá flokkur fengi heilbrigðismálin í skiptum fyrir minna ráðuneyti. 

Þegar Framsókn og Sjallar h0fðu verið við völd á árunum 1950 til 1953, var gerð rækileg uppstokkun í ráðuneytunum og Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins varð forsætisráðherra í stað framsóknarmannsins Steingríms Steinþórssonar. 

Fleiri ráðuneytum og mönnum var stokkað upp. Hluti af þessu ferli var raunar stirð samskipti formanna flokkanna allt frá 1942, og varð Hermann Jónasson formaður Framsóknarflokksins utan hinnar nýju stjórnar.  


mbl.is Velta fyrir sér hraðari orkuskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Nú þegar hinir tapsáru sem ekki stóðu á vaktinni harma úrslitin og ætlast til að kjósendur mæti aftur á kjörstað gefst þeim sigurvissu tími til að kanna hug sinn. Eins og oft áður voru það talsvert færri atkvæði sem skiluðu hverjum framsóknarþingmönnum á land. Kosningalögin eru sérsniðin og heldur óvenjuleg í lýðræðisríki. Þingmenn hafa lítið gert til að breyta þeim og eiga það skilið sem upp úr kössunum kom.

Sigurður Antonsson, 28.9.2021 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband