Sérkennilegt ástand hjá Birgi og Ernu.

Það er sérkennilegt ástand á þingi, þar sem kosið er eftir framboðslistum, að velt sé vöngum yfir því að þegar einn þingmaður, sem lýst hefur yfir því að hann sé genginn úr þeim flokki sem hann var kosinn fyrir á M-lista í stjórnarandstöðu og yfir í annan flokk með D-lista sem stjórnarflokk, forfallast, muni varaþingmaðurinn, sem kosinn var með honum á þing, sem maður á M-lista í stjórnarandstöðu, geta sest á þing sem þingmaður S-lista, sem á aðild að ríkisstjórn. 

Nei, heyrðu nú, er þetta virkilega svona?  Og yrði það líka ef hlutföll breyttust á þingi svo að um væri að ræða eitt atkvæði, sem skilur á milli meirihluta og minnihluta?

Hugsanlega geta lagatæknar svokallaðir velt upp fleiri möguleikum, sem ævintýralegir kynnu að þykja og gæti orðið fróðlegt að fylgjast með slíkum umræðum. 

Til dæmis þeim, að Erna væri ýmist á þingi eða ekki og ýmist í stjórnarandstöðu eða ekki, allt eftir því hvort Birgir sækir þingfundi eða ekki. 


mbl.is Erna verður eftir í Miðflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sama staða kom upp eftir að Karl Gauti og Ólafur fóru úr Flokki fólksins í Miðflokkinn. Ef þeir hefðu þurft að fara í leyfi og kalla inn varamenn þá hefðu þeir varamenn setið á þingi fyrir Flokk fólksins en ekki Miðflokkinn. Það sem þeir gerðu þá var að hanga fast á því að taka aldrei veikindaleyfi, svo aldrei kæmi til þess að á þetta reyndi.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2021 kl. 13:23

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Að Erna skuli ekki fylgja Birgi
Veikir stöðu hans umtalsvert því atkvæði hans telst ekki "öruggt"
en verðandi ríkisstjórn þarf sem betur fer ekki á treysta á þetta eina atkvæði

Grímur Kjartansson, 12.10.2021 kl. 16:22

3 identicon

Varð ekki Dagur fyrst borgarstjóri í skjóli varafulltrúa?

Sem varð svo hlé á þegar kjörni fulltrúinn kom aftur.

Mig minnir einhvernveginn að þá hafi það verið varafulltrúinn sem gekk úr skaftinu, en mig gæti verið að misminna.

ls (IP-tala skráð) 12.10.2021 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband