Mun meira um grímunotkun víða erlendis en hér.

Að undanförnu hefur verið mikið talað um það að Ísland sé að verða eins konar viðundur meðal þjóða varðandi ýmsar hamlandi takmarkanir vegna Covid og nú síðast vegna þess að magnaður sé  upp hræðsluáróður vegna ástandsins í heilsufarsmálum í vetur. 

Það hefur viljað svo til að  beinar fréttir frá næstu löndum með Íslendingum á ferð sýna þvert á móti, að víða séu jafnvel meiri takmarkanir en hér, til dæmis áberandi mikil grímunotkun. 

Þar að auki hefur sóttvarnarlæknir upplýst eftir samtöl við kollega sína erleendis, að hin nýja gerð flensu, sem leggst mest á ung börn, geti orðið skæð, auk þess sem flensuleysi síðasta vetur vegna sóttvarnaaðgerða þá, geti orðið til þess að hin hefðbundna flensa verði skæðari nú en ella. 

Þar að auki hefur komið í ljós síðustu vikur, að Íslendingar verja minnst þjóða á hvern íbúa til heilbrigðiskerfisins og að hvergi er neyðarviðbúanaður á spítölum lakari en hér. 

En þar getur einmitt orðið sá flöskuháls ef ný bylgja skellur yfir í kjölfar algers afnáms takmarkana eins og gerðist í sumar.  


mbl.is Ísland ekki eina Norðurlandið með takmarkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,

"Það hefur viljað svo til að  beinar fréttir frá næstu löndum með Íslendingum á ferð sýna þvert á móti, að víða séu jafnvel meiri takmarkanir en hér, til dæmis áberandi mikil grímunotkun." 

Þessi covid veikindi hér á landi hafa heldur betur verið ýkt upp, með öllum þessum óáreiðalegu PCR skimunum. Auk þess þar sem að við höfum svona líka léleg og óheiðaleg heilbrigðisvöld hér, er hafa komið inn öllum þessum óþarfa hræðsluáróðri með bæði ósannindum og þvælu. 
KV.








Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2021 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband