Enn í gildi lög hér á landi frá þrettándu öld? Jú. Að hluta til.

Enn munu í gildi lög frá 13. öld sem hægt væri að nota við að kveða upp dóma í afmörkuðum málum. 

Hér er um að ræða afmörkuð ákvæði í Jónsbók og Kristnirétti Árna Þorlákssonar. 

Við skoðun kemur í ljós að um 12 prósent af Jónsbók séu enn í gildi hér á landi. 

Fyrirbæri af þessu tagi er að finna í lögum og réttarkerfi margra þjóða allt aftur til tíma Rómverja, svo sem setningarnar "in dubio pro reo" og "qui bono?"

 


mbl.is Fá beinan eignarrétt þökk sé landnámi Skalla-Gríms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklega finnurðu ekki hugtakið "þjóðlenda" í Jónsbók.;-) 

Slíkt hugtak hefði verið landnámsmönnum og fyrstu kynslóðum afar framandi.

Hugsanlega orðið "Almenningur" og mjög líklega orðið "Afréttur" en þjóðlenda, nei af og frá. 

Það þurfti nýustu kynslóðir íslenskra lögfræðinga til að upphugsa þá eignarupptökuhugmyndafræði.  Líklega í upphafi til að liðka fyrir rikisvaldinu að virkja á hálendinu, svona ekki ósvipað og þjóðgarðshugmyndin hjá V.G. sem Sjálfstæðismenn eru svo mikið á móti.Reyndar í þveröfugum tilgangi hjá V.G. En sjálfstæðismenn voru þó reyndar sjálfir helstu bakhjarlar þjóðlenduhygmyndafræðinnar.  Sjálfur þáverandi formaður þeirra,Geir,þurfti t.d. endilega að áfrýja til hæstaréttar ef einhverjir bændaræflar unnu sín mál í undirrétti. Ekkert mátti jú stöðva Kárahnjúkaævintýrið. 

Ef einhverjir kunna betri útlistanir og skýringar á hvar, hvenær og hvernig þetta þjóðlendurugl kom til , þá eru þær hér með vel þegnar. 

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.10.2021 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband