Getur afturför orðið framför?

Nú er rætt um það á ýmsum stöðum að grípa til þess ráðs að tvísetja í herbergi á hjúkrunarheimilum til þess að gefa færi á framför í rekstri þeirra og afköstum. 

Það er vissulega nöturlegt að í kjölfar þeirrar yfirgnæfandi niðurstöðu í skoðanakönnunum fyrir kosningar, að heilbrigðismál eigi að vera aðal málið í kosningunum, skuli eitt það fyrsta, sem komi fram til úrbóta vera að standa fyrir afturför á brýnasta úrlausnarefninu. 


mbl.is Möguleikar til fjölgunar rýma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hvað skyldu mörg herbergi losna ef hjónum yrði leyft að búa samann i ellinni. Þar að auki er oftast annað betra til heilsunar og getur þa létt undir með starfsfólki.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.10.2021 kl. 17:03

2 identicon

Sæll Ómar.

Eina tilvikið sem ég man eftir í svipinn
og þó að breyttu breytanda
er tekið úr bók nokkurri þar sem sókn heillar
herdeildar fólst í því að hörfa.

Andstæðingurinn hélt að hér væri um snilldarherbragð að ræða
og til að leika á þá fyrrnefndu þá hörfuðu þeir líka, - til
þess eins að vera brytjaðir í spað af varaliðinu sem beið þeirra þar.

Gamanlaust með öllu þá eru börn og fullorðnir jöfn í þeirri trú
sinni að vera eilíf.

Ættingjar fyrr og síðar hafa þá sögu að segja að þrátt fyrir þessa
vissu geti sótt efi að þeim sem áður voru vissir í sinni trú þegar
til stykkisins kemur.

Þetta kann hugsanlega að vera ástæða þess að hjón fá oftast ekki að vera
saman á herbergi.

Einhver munur er á því að 6 séu um herbergi, sem þekkt var á fyrri tíð,
eða einn. Og ekki er unnt að útiloka að tveir næsta óskyldir kjósi
að vera saman á herbergi.

Að öðru leyti tek ég undir pistil þinn.

Húsari. (IP-tala skráð) 17.10.2021 kl. 20:05

3 identicon

Hallgrímur, hjón fá að búa saman ef þau eru bæði á hjúkrunarheimilinu. Og það þeirra sem er hressara aðstoðar starfsfólk. Vandinn er að oft fær bara annað þeirra vistun, en hitt er eftir heima.

En svo veit ég um tilfelli, þar sem konan vildi ekki fá mann sinn í sama herbergi, því hann hafði beitt hana ofbeldi. Slíkt er ekki nýtt.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 18.10.2021 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband