Ísland í dag; þúsundir bíla fastir, ekkert hjól á ferð.

Myndin, sem fylgir viðtengri frétt í dag af umferðaröngþveiti á Vesturlandsvegi nú síðdegis, segir meira en mörg þúsund orð um umferðarmálin hjá okkur. 

Vesturlands-vegur teppa.Bílateppan er aðeins hluti af margfallt stærri teppu, þar sem þúsundir bíla komast ekki fetið. 

Þannig vill til, að síðuhafi á oft leið um þetta svæði þvers og kruss - á hjóli, oftast rafreiðhjóli, en einnig rafknúnu léttbifhjóli í bland, og einstaka sinnum á 125 cc léttbifhjóli. 

Ef grannt er skoðað á þessari mynd, sést auð vegöxl yst hægra megin sem liggur meðfram bílaakstursbrautinni. 

En ekkert einasta hjól sést þar þótt rýmið ætti að vera nóg, því að yfirborðið er af öllu tagi, mismunandi slitið malbik og gróf möl á víxl.  

Mótbárur þess efnis að ekkert tilefni sé til að nota hjól á þessu svæði eru fyrir löngu orðnar úreltar, því að ný og fjölmenn hverfi eru þarna beggja vegna.   

Í ástandi eins og oft verður þarna, myndi það létta á umferðarþunga hinna fyrirferðarmiklu bíla, ef vélhjólum væri veitt brautargengi, sem tækju við hluta af umferðrþunganum og væru þar að auki langfljótust í gegn.  

Þetta má sjá víða erlendis, en það "Ísland í dag" sem sést á þessari mynd virðist ætla að varða óumbreytanlegt. 


mbl.is Miklar tafir vegna framkvæmda og umferðarslyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband