Taktisk aðlögunarhæfni ræður oft úrslitum.

Einn mikilvægasti þáttur góðs gengis í íþróttum er stundum nefndur aðlögunarhæfni. Hluti af henni felst í því, sem í hnefaleikum er nefnt "ring generalship"; þ. e. að stjórna atburðarásinni og felst oft bæði í því hvar og hvernig viðureignin fer fram.  

Í leik Liverpool og Manchester United komu flestar tegundir aðlögunarhæfni Liverpool liðsins í ljós á svo skýran hátt, að öllum máttu vera ljósir vankantar M. U. 

Eitt lýsingarorð, sem stundun er notað í því efni er "meistaraheppni" og hluti af henni felst í því hvor aðililinn gerir fleiri mistök með þeim afleiðingum að betri aðilinn "refsar" fyrir þau. 

Þetta var áberandi í fyrri hálfleik, þagar United-menn spiluðu full opinn leik sem gáfu Liverpool tækifæri til að spila frábærar sóknir. 

Þegar reynt var að laga þetta í seinni hálfleik, var það orðið of seint þegar Salah nýtti sér persónulega yfirburði sína til að vinna snilldarlega úr afar erfiðri sendingu og negla síðasta naglann í líkkistu andstæðinganna. 

Eitt frægasta dæmið um afburða aðlögunarhæfni í íþróttum er bardaginn "Rumble in the jungle" 1974 milli George Foreman og Muhammaad Ali. 

Ali fann út leið til að kljást við Foreman, sem virkaði í augum Anegelo Dundee þjálfara hans og allra annarra á vettvangi sem hreint sjálfsmorð. 

"Farðu úr köðlunum!" hrópaði Dundee án afláts. 

En "rope-a-dope" reyndist smátt og smátt afhjúpa sálrænan og líkamlega galla hjá Foreman, se réði loks úrslitum.  

Þegar Lennox Lewis byrjaði bardagann við Mike Tyson í vörn og tapaði fyrstu lotunni, leist mörgum ekkert á blikuna. Sóknarmáttur Tysons virtist ógnvænlegur. 

En Lewis var þolinmóður og sigraði afgerandi með þessum lokaorððum: "Ég get aðlagað mig að hvaða stíl sem er."  

 


mbl.is Solskjær á síðasta séns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband