Eignir eins manns virtar á ígildi tífaldrar þjóðarframleiðslu Íslands.

Fáum mönnum hefur á á viðskiptaferli sínum verið jafn oft spáð gjaldþroti og Elon Musk. En leitun er að manni sem hefur afsannað slíkar spár jafn rækilega.

Musk hefur reyndar hvað eftir annað og margoft gengið nærri þreki sínu og stöðu fyrirtækis síns með einstæðum ákafa sínum, stefnufestu og hugviti. 

Hann hefur oft orðið að taka afar erfiðar ákvarðanir, sem hafa orkað tvímælis. 

En "allt orkar tvímælis þá gert er" var eitt af eftirlætis máltækjum Bjarna heitins Benediktssonar heitins forsætisráðherra. 

Um Musk hefur mátt segja það sem segir í ljóði Hannesar Hafstein: 

"Sjá, hvílík brotnar bárumergð

á byrðing einum traustum

ef skipið aðeins fer í ferð 

en fúnar ekki´í naustum."


mbl.is Musk metinn á 33 þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband