83. grein kosningalaga: "Kjósandi má ekki hagga við lista, sem hann kýs ekki."

Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis er skýrt kveðið á um það, sem kjósandi á að gera eða má ekki gera. 

Kosningin er listakosning, og skal kjósandi setja x í ferninginn sem birtur er efst við listann. 

Með þessu er það geirnelgt, að aðeins þetta eina x má nota til að túlka val kjósanda á þeim lista, sem hann vill gefa atkvæði sitt. 

Kjósandinn má hins vegar, ef hann vill það, setja eigin númeraröð við nöfn frambjóðenda 1,2,3,4 osfrv. ef hann vill túlka að hvaða leyti hann telji röðina, sem nái kjöri, samræmast vilja sínum. 

Hann má líka strika út nafn einhvers á listanum, sem hann vill ekki að nái kjöri. 

Á eftir þessu kemur síðan greinin, sem á við um seðilinn fræga í Borgarnesi:  

83. grein. "Kjósandi má ekki hagga við lista, sem hann kýs ekki."

Eins og fyrr segir í lögunum, er kosningin númer eitt listakosning, þ. e. kjósandi verður að setja x við þann lista sem hann kýs, og á eftir því getur hann neytt réttar síns til að "hagga við listanum." 

Ekki er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo, að ef kjósandi hefur ekki sett x við neinn lista, þá má hann ekki hagga við neinum lista; x - ið er forsendan. 

Sem sagt: Seðillinn frægi er því ógildur. 

Ég fékk eitt sinn að fylgjast með talningu í Austurbæjarskólanum og sá elsta talningamanninn að störfum. 

Þau voru mjög markviss:  Hann byrjaði á hverjum seðli á þann hátt að leita uppi staðinn, sem x-ið hafði verið sett á.  Ef x var inni í ferningi við einhvern framboðslistann, og ekkert annað  hafði verið sett, né að neitt annað stæði á listanum, setti hann seðilinn á ákveðinn stað þar sem atkvæðið taldist gilt á einfaldastan og markvissasta hátt. 

Ef "haggað hafði verið við" listanum, sem kosinnn hafði verið, gætti talningamaðurinn að því hvort það hefði verið rétt gert samkvæmt reglum þar um og lét seðilinn í bunka með slíkum seðlum. 

Ef eitthvað hafði verið krotað fleira en leyft var einhvers staðar á seðli, fóru slíkir seðlar á stað fyrir seðla, sem teldust vafaatkvæði eða ógild atkvæði. 

Vinnulagið var skýrt: Forsendan var x á viðeigandi einum stað.  

 


mbl.is Ekkert X við B á atkvæðinu margumtalaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband