Íslensk borgarumferð: Hæfni í hugsanalestri er krafist.

"Hugsanalestur á götum borgarinnar" er fyrirsögn á viðtengri umfjöllun um Tesla á mbl.is. 

Þessi fyrirsögn minnir á séríslenskt fyrirbrigði sem nota mætti um umferðarmenninguna, þótt orðið menning sé varla nothæft. 

Taka má dæmi til að útskýra þetta nánar. Við suðurenda Gullinbrúar í Grafarvogi er þvergatan Stórhöfði þar sem oft er þétt umferð á álagstímum. Á þessum gatnamótum eru stefnuljós. 

Bílar koma úr báðum áttum eftir Stórhöfðanum, og eru stundum biðraðir beggja vegna Gullinbrúar af bílum, þar sem bílstjórarnir ætla að beygja annað hvort að beygja til norðurs niður á Gullinbrúna þegar grænt ljós kemur, - eða - þeir ætla að aka beint áfram yfir gatnamótin eftir Stórhöfðanu. 

Í öðrum löndum myndi þetta ganga greitt, því að þar eru notuð til þess gerð stefnuljós á bílunum. 

En þannig er það ekki hjá okkur.  Það er hrein undantekning ef nokkur þeirra bílstjóra, sem ætla að beygja, gefur stefnuljós til þess að aðrir sjái við hverju eigi að búast og geti nýtt sér það, svo að umferðin gangi skár. 

Stundum virðist það meira segja líkast reglu, að stefnuljósin séu ekki notuð í þessu skyni, það gefur bókstaflega ENGINN stefnuljós áður en hann beygir. 

Af því leiðir að það myndast alger stífla á Stórhöfðanum vestan megin af bílum, sem haldið er þar í spennitreyju, af því að bílstjórarnir þar kunna ekki hugsanalestur, þeir geta ómögulega lesið hugsanir bílstjóranna, sem ætla að beygja þegar þeir fara áfram á græna ljósinu, en virðast telja það jafngilda brotum á persónuverndalögum að láta nokkurn vita um það fyrirfram til þess að umferðin gangi upp.

í ofanálag við þá kröfu að hægt sé að lesa hugsanir þessara þverhausa um beygjuna fara flestir þeirra þvert yfir hægri akreinina yfir á þá vinstri og gætu því verið í hópi þeirra íslensku bílstjóra, sem aka alltaf lafhhægt yst á vinstri akrein á fjölakreina brautum, rétt eins og hér sé ennþá vinstri umferð.  


mbl.is Hugsanalestur á götum borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband