Ef Ísland ætti´að vera stikkfrí, hvers vegna ekki líka Lúxemborg og Malta?

Um alllangt skeið hefur því verið haldið staðfast fram af furðu mörgum, að Ísland eigi kröfu á því að fá undanþágu frá þátttöku í Parísarsamkomulaginu og áframhaldandi aðgerðum af því tagi, af því að þjóðin sé svo lítil. 

Mannkynið sé 25 þúsund ainnum fjölmennara en íbúar Íslands og því muni ekkert um okkur eða hugsanlegt framlag okkar til orkuskiptanna sem eru ein af forsendum minnkun á CO2 og fleiri gróðurhúsalofttegundum. 

Þessi söngur hefur heldur færst í aukana en hitt að undanförnu. 

Ef þessi rök um undanþágu fyrir Ísland ættu að vera tekin gild, sýnist ligga beint við að álíka stórar þjóðir, svo sem íbúar Lúxemborgar og Möltu ættu að eiga sömu kröfum. 

Og þyrfti ekki þjóðir til, heldur kæmu þá greina einstaka borgir og jafnvel héruð á borð við Þrændalög í Noregi sem eru mað svipaða íbúatölu og suðvesturhluti Íslands, og Þrándheimur er af svipaðri stærð og Reykjavík. 

Í ofanálag er leitun að svæði, sem hefur jafn líkt loftslag, hnattstöðu, efnahag, aðstæður og menningu og Ísland. 

 


mbl.is Sammála um að hlýnun fari ekki yfir 1,5 gráður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

ER FÓLK ÞÁ EKKI AÐ MEINA AÐ VIÐ SÉUM SVO FRAMALEGA Í ORKUSKIFTUM , HREIN ORKA TIL HÚSHITUNAR OG LJÓSA. HIN SMÁRÍKIN NOTA EKKI HREINA ORKU, ER ÞAÐ EKKI MÁLIÐ.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.11.2021 kl. 07:18

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er bara verið að finna að þessum útreikningum 
sem segja að við séum að menga heil ósköp og nota kjarnorku rafmagn

Kaupskipaflotinn og flug mengi ekki neitt en einkabíllinn sé ægilegur skaðvaldur

Grímur Kjartansson, 1.11.2021 kl. 08:33

3 identicon

Auðvitað skiptir engu máli á heimsvísu hve miklu við Íslendingar losum af gróðurhúsalofttegundum.

Málið snýst um lífsstíl hvers og eins. Eitt sinn þótti nauðsynlegt að hafa "spýtubakka" við hvern bekk í kirkjum landsins svo að menn hræktu ekki á gólfið undir messunni. 

Núna er ómældu magni matvæla hent á haugana þar sem það rotnar og losar CO2 eða metan út í loftið. Gámaskip liggja í biðröð sunnan við Súesskurð, full af fatnaði sem lendir loks í haugum einhversstaðar suður í Afríku.

Einkabíllinn er ekkert vandamál. Bensín- og dísilfólksbílar verða hvergi framleiddir eftir tíu ár.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 1.11.2021 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband