Einna erfiðast er að fylgjast með Heklu.

Í ljósi vaxandi reynslu, þekkingar og mælitækni er smám saman orðið auðveldara en áður að fylgjast með eldfjöllum og gera viðbragðsáætlanir í ljósi líklegrar framvindu. 

En Hekla, fyrrum frægasta eldfjall landsins, heldur sig við fyrra horf að því leyti, að ekki er hægt að áætla upphaf goss með lengri fyrirvara en rúmri klukkustund. 

Nú hefur fjallið þanist upp í meiri hæð en var fyrir gosið árið 2000 og því "komið á tíma" hvað þá hlið málsins varðar, en engu að síður hefur viðbragðstíminn ekkert styst. 

Fjallið gaus óvænt 1970 eftir 23 ára goshlé, sem var fjórum sinnum styttra en næsta goshlé á undan. 

1980 og 1981 gaus aftur óvænt, en sjö árum eftir það, 1,987 kom skjálfti upp á 5,8, svipaður skjálftanum núna, en því fylgdi ekkert gos þá, heldur liðu fjögur ár þar til gaus 1991. 

Þegar útlendingar spyrja mig hvar sé líklegast að gjósi næst á Íslandi, kemur svar í hálfkæringi: "Hekla." 

"Af hverju Hekla? Og hvenær?"

"Eftir tvo tíma." 

"Alveg viss?"

"Nei, en næstum viss að ekkert annað eldfjall myndi gjósa fyrr.

 

P,S. Nú hafa vísindamenn gefið það út, að skjálftinn í dag sé í tengslum við brotabelti Suðurlandssskjálfta og falli undir slík fyrirbæri, en tengist Heklu ekki beint. 

En það breytir ekki því, að eftir sen áður mun gos í Heklu varla gera boð á undan sér með meira en tveggja stunda fyrirvara. 


mbl.is Skjálfti upp á 5,2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband