Athyglisverður kafli á hjólastíg banaslyss. "Passaðu þig á myrkrinu" sagði Jónas.

Hér má sjá nokkrar myndir teknar á hjólastíg á kafla, sem ekinn var á rafreiðhjóli í gær í hjólaferð frá Spönginni í Grafarvogi vestur á Bræðraborgarstíg. DSC09836

Fyrsta myndin er af fararskjótanum, tekin á undir Gullinbrú í Grafarvogi. 

Þegar komið var út úr Borgartúni þar sem framundan eru gatnamót Snorrabrautar og Sæbrautar liggur hjólastígurinn yfir Sæbrautina og beygir þar strax til vinstri vestur Sæbraut. 

Banaslysið á dögunum varð á þessum hjólastíg meðfram Sæbraut en nokkur hundruð metrum austar í myrkri og rigningu. 

Í gær var orðið rokkið og myndirnar teknar í björtu í dag. DSC09846

Þar sem beygt er til vinstri og vesturs í beygju inn á hjólastíginn glyttir í eins skonar skilti á staur, sem snýr þannig við manni á hjóli, að jafnvel í skjannaburtu fer það alveg famhjá manni, og í gær varð ég ekki einu sinni var við það, enda stendur það utan marka stígsins og utan sviðs ljósanna tveggja sem eru á hjólinu. 

Þess vegna er ómögulegt fyrir hjólamann, sem kemur þarna að í myrkri og jafnvel í björtu að sjá að nein hindrun sé nú framundan á leiðinni til vinstri í vesturátt og því óhætt að halda áfram áhyggjulítið. DSC09842

Sem betur fór, hef ég verið þess minnugur síðan ég axlarbrotnaði í árekstri við hjólamann á upplýstum hjólastíg fyrir tveimur árum af því að maðurinn var að lesa niður fyrir sig á ferð sinni og málningunni á stígnum hafði ekki verið haldið heldur máð á stórum köflum. 

Hann missti sjónar af slitróttum strikunum í miðju stígsins og sveigði skyndilega þvert í veg fyrir mig. 

Þar að auki hef ég á síðustu dögum mætt rafskútumanni á fullri ferð með hægri hönd á stýri, en ekki með vinstri höndina líka, af því að í henni hélt hann á snjallsíma, sem hann var í óða önn að lesa á! 

Nóg um það, en fyrir bragðið var farið hægar á hjólinu í gær þótt engin umferð væri á móti þá stundina.DSC09844

En allti í einu gerðist þetta:  Í rökkrinu birtist gráleitt tveggja metra langt málmskilti á staur á miðjum stígnum, og þveraði skiltið allan hjólastíginn! 

Á neðstu myndinni, sem birtast með þessum pistli, er mynd sem sýna, að enda þótt merkingar séu vestan við þennan stað, sem eru ætlaðar þeim, sem eru á leiðinni í hina áttina, í austurátt, er hafður vinkilbogi á merkinu sem snýr þannig, að hjólamaður sem rekst á merkið, fremur kviðristu! DSC09843

"Passaðu þig á myrkrinu," sagði Jónas Jónasson iðulega í gamla daga. Spurning hvort slíkt nægi alltaf, heldur þurfi að passa sig á ljóslausum og hjálmlausum vegfarendum á rafskútum að lesa niður fyrir sig og það jafnvel á 75 kilómetra hraða. .  


mbl.is Ók rafskútu á 75 km/klst. úti á götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Davíðsson

Sæll Ómar

Mátti ég nota tvær myndina hjá þér í fyrirlestur sem ég var með hjá Vegagerðinni í morgun? http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/hjolad-a-eigin-vegum 

Þú sérð að þetta er í þátíð en ég náði ekki að biðja þig um leyfi í gær þegar ég var að setja fyrirlesturinn saman. Það eru neðstu tvær myndirnar að ofan.

með bestu kveðju

Árni Davíðsson 

formaður LHM.is

Árni Davíðsson, 16.11.2021 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband