Er stærsti íshellir landsins meira en 40 kílómetra langur?

Hinn stóri og glæsilegi íshellir sem fundist hefur í Langjökli minnir á það, að þótt fjöldi íshella í jöklum landsins hafi verið þekktir síðustu áratugi eru þeir líklega aðeins lítill hluti af þeim, sem þessar miklu ísbreiður Íslands geyma. 

Á sínum tíma var Birgir Brynjólfsson jöklabílstjóri, sem yfirleitt var kallaður "Fjalli" vegna viðurnefnis síns "Fjalla Eyvindur", mikill áhugamaður um íshella, og sýndi nokkra þeirra í sjónvarpsmyndum fyrir tæpum aldarfjórðungi. 

Við munna eins þeirra var hann spurður um ófundna hella, sem hugsanlega tækju fram þeim óviðjafnanlegu ishellum, sem hann hefði komið í, sagðist hann hafa veikan draum um þann lengsta og stærsta, en yrði að láta drauminn nægja. 

"Íshellirinn, sem Skaiðarárhlaupin koma í gegnum frá Grímsvötnum og æða undir Skeiðarárjökli út undan jöklinum og til sjávar, hlýtur að vera sá lengsti á landinu," sagði Fjalli. "Kannski hátt í 50 kílómetra langur." 

"Ef það væri tæknilega mögulegt að komast inn í hann á milli hlaupa væri gaman að gera það" sagði Fjalli með glettnislegan glampa í augunum.

   


mbl.is Fundu risastóran íshelli í Langjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Íshellirinn undir skíðasvæðinu í Kerlingarfjöllum var örugglega hátt í kílómeters langur og ágætlega aðgengilegur. Langt innundir jökli greindist hann meira að segja í tvær kvíslar, þannig að samanlögð lengd þeirra hefur eflaust verið meiri en kílómeter. Innst og efst í meginkvíslinni var risastór hvelfing á stærð við dómkirkju. Þegar þangað var komið var til siðs að slökkva ljósin um stund til að upplifa algjört myrkur sem var kynngimögnuð upplifun. Innarlega í hliðarkvíslinni mátti svo líta neðanjarðarfoss eða öllu heldur neðanjökulsfoss, sennilega einn örfárra slíkra sem menn hafa séð. Ég veit ekki hvort hellirinn er þarna enn eða hvort jökulinn hefur nú bráðnað svo mikið niður að þakið á honum hafi fallið saman.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2021 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband