"Þröngt á þingi."

Tveir flokkanna, sem buðu fram við síðustu kosningar, juku fylgi sitt að marki, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins. 

Svo einkennilega sem það hljómar, græddi Framsókn á fyrirbæri, sem flokkar eins og Miðflokkurinn eiga erfitt að fást við, það er, að framboðin til þings eru svo mörg, að erfitt er fyrir þau að finna pláss í málefnaflórunni, eins konar markhóp, til að sækja fylgi í. 

Einnig erfitt að ná athygli vegna offramboðs á áróðri og auglýsingum að ekki sé nú talað um langorðar og flóknar kosningastefnuskrár. 

Þegar áreitið á lokasprettinum var hvað mest, varð til óvenjulegur markhópur, fólk, sem varð ringlað við að finna grundvöll fyrir því hvar krossinn yrði settur. 

Auglýsing Framsóknar kom á hárréttum tíma og svínvirkaði, af því að hún snerist bara um eitt atriði, sem nógu margir kjósendur áttu sameiginlegt og auðvelt var að muna; "Ætli það sé ekki bara best að kjósa Framsókn." Óvenjulegt og einfalt. 

Miðflokkurinn setti fram tíu kosningaloforð á sama tíma og Framsókn nefndi bara eitt atriði. 

Ef fram færi skoðanakönnun um það, hvaða loforð fólk myndi, yrði sennilega fátt um svör. 

Sum loforðin voru þannig að í heildina gafst ekki tími til að rökstyðja þau öll.

Listi smáflokka á fullveldistímanum, sem hélst ekki á fylgi sínu, er langur. Dæmi: 

Frjálslyndi flokkurinn eldri, Bændaflokkurinn, Lýðveldisflokkurinn, Þjóðvarnarflokkurinn, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Bandalag jafnaðarmanna, Borgaraflokkurinn, Þjóðvaki, Frjálslyndi flokkurinn yngri, Íslandshreyfingin, Besti flokkurinn..."

Framboðafjöldinn nær sífellt hææri hæðum og þar með myndast vaxand þröng á þingi í bókstaflegri merkingu. 

Meira en tíu flokkar hafa sprottið upp í fullveldissögunni sem ekki auðnaðist að halda velli til lengdar. 

Það blæs ekki vel fyrir Miðflokknum í landi, þar sem atkvæðaþröskuldurinn er sá hæsti í Evrópu fyrir tilverknað fjórflokksins, sem tók sig saman um það vafasama ákvæði.  


mbl.is Baldur genginn úr Miðflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband