Flutningakreppa er ein af verstu afleiðingum COVID-19.

Öll hernaðarsaga mannkynssögunnar, einum á síðari tímum, litast af miklilvægi aðflutninga. 

Gott dæmi er stærsta innrás heimssögunnar inn í Sovétríkin 22. júní 1941. 

Meira en þriggja milljón manna her var notaður, en sú tala sem flestum kemur á óvart, voru 750 þúsund hestar. 

En tap orrustunnar um Moskvu var ekki aðeins vegna vopnaframleiðslugetu Rússa og komu herlíðs sem flutt var var austurlandamærunum, heldur fyrst og fremst með því að rússneski veturinn olli óviðundi usala hjá her Öxulveldanna varðandi flutningsgetu á hergögnum, vistum og vörum sem svona stórfelldur hernaður krefst. 

Eitt af helstu atriðum í alþjóðavæðingu verslunar og viðskipta eru stórfelldir flutningar á sjó og landi og í lofti. 

Athyglisverð umfjöllun var sjónvarpsþættinum 60 mínútum um sjóflutningana, þar sem skortur á vinnuafli hefur lamað þá flutninga á ævintýralegan hátt sem birtist stórum hluta af gámaskipaflota heims, sem fær ekki legupláss í höfnunum, þannig að ófluttar vörur hrannast upp. 

Þessi flutningakreppa var stórlega vanmetin í fyrstu en vindur nú upp á sig á versta tímanun yfir hátíðirinar. 


mbl.is Fyrirtæki gætu lamast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband