Af hverju reykingatakmarkanir?

Miklar deilur og átök geysuðu um allan heim fyrir aldamót og aðeins fram yfir þau um bann við reykingum þar sem fólk kom saman. 

Harðvítugir meðal reykingafólks börðust gegn slikum bönnum og töldu þau mannréttindabrot og skerðingu á frelsi. 

En um það frelsi giltu svipuð rök og nú eru uppi um frelsi til að hundsa sóttvarnaraðgerðir. 

Þegar sannað var, að óbeinar reykingar hefðu sömu áhrif og beinar snerist málið um það, hvort þeir, sem vildu reykingafrelsi teldu sig hafa frelsi til að reykja ofan í aðra. 

Sem leiðir hugann af einni af kennisetningum frumkvöðla frjálshyggjunnar í öndverðu, að frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar. 


mbl.is 61% átti viðtal við heilsugæslulækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur verið að það sé ef til vill einhver eðlismunur á skyldu til að láta sprauta sig með tilraunalyfjum, sem geta og hafa valdið hættulegum aukaverkunum í einhverjum þúsundum tilfella hér á landi, gegn vilja sínum og óháð enstaklingsbundnu áhættumati, annars vegar, og hins vegar almennu banni við tóbaksreykingum innandyra á opinberum samskomustöðum? Eða telur Ómar Ragnarsson í alvörunni að þetta tvennt sé bara fyllilega sambærilegt?

Matthías (IP-tala skráð) 24.11.2021 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband