Sami höfuðgalli og á lögunum um Landsdóm.

Þegar fjallað var um Landsdóm í lagadeild Háskóla Íslands fyrir tæpum 60 árum vöktu lagagreinarnar um dóminn í stjórnarskránni svipaðar tilfinningar og skrýtið fornaldarfyrirbrigði, sem aldrei hafði verið beitt, og að best væri að leggja þetta fyrirbrigði niður. 

Fyrirsjáanleg væri hætta á því að í málarekstri fyrir slíkum dómi myndu þingmenn lenda í óbærilegri aðstöðu við að ráða úrslitum um sekt eða sakleysi vinnufélaga, sem oft voru sessunautar og höfðu bundist vinaböndum með árunum á þingi. 

Stjórnlagaráð afgreiddi málið með því að leggja dóminn niður og styrkja þess í stað stöðu dómskerfisins til að taka málið fyrir. 

Svipaður galli er einnig í kosnningaákvæðunum um kjörbréf þingmanna. Það býður augljóslega vandræðum heim að þingmenn séu að fjalla kjörbréf sjálfra sín.  

Sem betur fór var hinn illskásti af þremur slæmum kostum valinn á afgerandi hátt. 


mbl.is Kjörbréf allra þingmanna staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það býður augljóslega vandræðum heim að þingmenn séu að fjalla kjörbréf sjálfra sín."

En það er þó í fullu samræmi við meginregluna um þrískiptingu valdsins. Stjórnskipulega hæpið væri að láta t.d. dómsvaldið eiga síðasta orð um innri málefni þingsins. Einnig væri óviðunandi að láta dómsvaldið fjalla um pólitísk afglöp eins og sú sem voru til umræðu í kringum hrunið, eins og um væri að ræða venjulegt sakamál, enda hafa mörg ríki sérdómstóla til að fjalla um slík mál. Ábyrgð þingmanna er mikil - það ætti varla að vera einhvers konar kappsmál í stjórnarskránni að komast hjá því að þeir þurfi nokkru sinni að fjalla um erfið mál.

Matthías (IP-tala skráð) 26.11.2021 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband