Kílómetragjald gefur möguleika á sanngirni og hagræðingu.

Rafbílavæðingin hefur þegar valdið því að fólk verði að endurskipuleggja notkun samgöngutækja. 

Kílómetragjald með nýjustu tækni opnar til dæmis möguleika á því að fjölskyldan eigi lítinn rafbíl til innanbæjarsnatts og stuttra og snöggra ferðalaga út fyrir þéttbýlið, en eigi jafnframt stærri bíl fyrir lengri ferðir, þar sem ívilnað verði með því að opinber gjöld af þeim bíl verði í samræmi við ekna kílómetra. 

Hér um árið gátu eigendur dísilbíla fengið ívilnun með því að halda löggilta akstursbók fyrir slíka bíla, en á okkar tæknitímum væri vafalaust hægt að gera þetta á enn þægilegri hátt. 


mbl.is Segir umræðuna þurfa að ganga lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Einn galli við kílómetragjaldið og það er að það er refsing fyrir landsbyggðarfólk sem þarf eðlis sín vegna að aka langar vegalengdir. En þetta er ákveðið vandamál, sérstaklega þegar bílaflotinn verður að mestu leyti orðinn rafvæddur. Ekki er þá hægt að rukka eldsneytisgjöld af dísil eða bensín sem er ein helsta tekjulind ríkissjóðs af bílaeigendum.  Kannski er hægt að miða út af meðalakstri meðalmannsins, sem er 16 þúsund km og rukka fast gjald. 

Birgir Loftsson, 1.12.2021 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband