"..Rektornum, honum hlakkar mikið til." Sýningar og fjöll og hlíðar opna. Opna hvað?

Metárangri í bjaagaðri málnotkun er nú náð á marga lund hér á landi. 

Nefna má nýlegt dæmi, þar sem fréttamaður sagði að "háskólarektornum, honum hlakkaði mikið til."  

Annar talaði um að landsliðsþjálfarinn "þyrfti að kópa við liðið, sem hann stjórnaði". 

Og heyra má hraða útbreiðslu þess orðavals, að hitt og þetta sé hinu eða þessu leveli, og spurningin er hvort eigi að skrifa orðið leveli eða levelli. 

Í viðtengdri frétt á mbl. er sagt að sölusýning opni, en ekki hvað sýningin opnaði. 

Skíðasvæði, fjöll og hlíðar, hamast líka við að opna. 


mbl.is Sölusýningin sem Bjarni gerði fræga opnar aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er gott af þér að vekja athygli á þessu Ómar, þú sem allir landsmenn þekkja, nema yngstu kynslóðirnar sem síður vita af þér sem sjónvarpsmanni og skemmtikrafti.

Annars held ég að stór hluti þeirra sem tala svona viti betur. Þágufallssýkin er auðvitað draugur sem erfitt er að kveða niður, en þessi óþolandi og óþarfa slangurnotkun úr hófi fram er svona svipað og þegar menn vildu sletta dönskunni eða latínunni hér fyrr á öldum því það þótti fínna. Jónas Hallgrímsson og fleiri tóku vel á þeim vanda.

Svo er það metnaðurinn hjá þeim sem eru framarlega í menningunni, að hugsa sig um tvisvar, efast um rangar beygingar sem lærðar eru af öðrum og leita að réttum orðmyndum í orðabókum eða spyrjast fyrir hjá eldra fólki. 

Kennararnir þora varla lengur að standa á sínu því þá eru þeir sakaðir um málfarsfasisma af þeim metnaðarlausustu. 

Nei, það þarf einfaldlega að kenna þeim sem láta ljós sitt skína í fjölmiðlum að ástunda sjálfsgagnrýni.

Þegar maður kynnist því hvað íslenzku orðin eru gegnsæ og falleg þá hlýtur maður frekar að vilja nota þau orð. Þau orð eru skiljanleg, hvernig þau eru mynduð, en ekki ensku sletturnar.

Ingólfur Sigurðsson, 2.12.2021 kl. 21:52

2 identicon

Mér leiðist ákaflega að hið fallega orð augnablik skuli vera að hverfa úr málinu vegna þess að móment er orðið miklu algengara.

Einnig amast ég svolítið við því að það að taka samtal sé orðið algengt á kostnað þess t.d. að tala saman eða ræða málið. Gott í bili. Kveðjur og þakkir fyrir að bera íslenskuna fyrir brjósti. Hún þarf svo sannarlega á stuðningi að halda. 

Vilhelmína Þórdís Salbergsdóttir

Vilhelmína Þórdís Salbergsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2021 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband