Baráttan við aukakílóin mikilvæg við smíði bíla og flugvéla.

Eitt af því sem vekur athygli við nýja Kia EV6 rafbílinn, er hve léttur hann er miðað við stærð og samkeppnisbíla. Þetta gefur færi á meiri sparneytni og drægni. 

Samg0ngur snúast um það að flytja þunga á milli staða. Í fluginu er þetta einkum mikilvægt á lengri leiðum og á milli landa, því að komast þarf upp i flughæð, sem er ofar skýjum og býður upp á miklu minni loftmótstöðu og meiri orkueyðslu en flug í lægri hæðum. 

Notkun jarðefnaeldsneytis við slíkt flug hefur þann kost, að enda þótt að rogast þurfi í upphafi flugs með mikinn þunga eldsneytis upp í 30 til 40 þúsund fet, léttist þessi byrði eftir því sem eldsneytið eyðist. 

Í harðri samkeppni við Airbus lenti Boeing í vandræðum í fyrstu þegar 737 Max var hönnuð með vandasömum breytingum á vél, sem var hönnuð fyrir 40 árum í stað þess að hanna alveg nýja þotu frá grunni.

Tveir ókostir rafafls blasa við þegar finna á nýjan orkugjafa fyrir flugvélar. Annars vegar hve miklu þyngri rafhlöður eru miðað við afl heldur en jarðefnaeldsneyti. 

Miðað við núverandi tækni er það mikill dragbítur að þurfa að rogast með alla þessa þyngd upp i æskilega flughæð, og til að bæta gráu ofan á svart, léttast rafhlöðurnar ekkert á leiðinni eins og jarðefnaeldsneytisforði gerir. 

Hvað rafbílana snertir voru þeir dýrustu og aflmestu orðnir alltof þungir fyrir nokkrum árum, allt að 2700 kíló. 

Með því að stækka sífellt rafhlöðurnar fór sú stækkun að bíta í skottið á sér, því að með stækkuninni jókst þyngd bílsins, sem aftur kallaði á enn stærri rafhlööur. 

Audi, Kia og fleiri bjóða nú upp á nettari rafbíla, sem eru allt að 600 kílóum léttari, en samt með meiri drægni. 

 

 


mbl.is Kia EV6 fær góða dóma frá Top Gear
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband