Eldstöðvar og gos syðra mun minni en eldstöðvar og gos af Bárðarbunguætt.

Jarðavísindamenn hafa hallast að því undanfarna áratugi, að miðja annas tveggja stærstu möttulstróka í iðrum plánetunnar jarðar sé nokkurn veginn undir vestanverðum Vatnajökli með Bárðarbungu og Grímsvötn sem nokkurs konar miðjusvæði. 

Grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins og áhrifasvæði Bárðarbungu það stærsta; nær alla leið suðvestur í friðland að Fjallabaki. 

Fram að Holuhraunsgosinu 2014 var það algeng skoðun að hið gamla Holuhreun norður af Dyngjujökli væri á áhrifasvæði Öskju. 

Annað kom á daginn og nú getur orðið fróðlegt að sjá hvað verður framhald kvikusöfnunar undir Öskju. 

Reykjanesskagi er að sönnu hluti af hinu eldvirka Íslandi, en bæði Geldingardalagosið og fleiri gos þar á undan sýnast mun minni, hvert um sig, en stóru gosin á áhrifasvæði Bárðarbunga, og er það í samræmi við það að það svæði sé nær miðju fyrrnefnd möttulstróks en Reykjanesskagi. 

 


mbl.is Land heldur áfram að rísa við Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband