Ekki fer allt eftir almanakinu.

Þessi áramót virðast ætla að verða með svipuðu sniði og venja er með sínum flugeldum, Áraamóta skaup og ávörp eru á dagskrá og flugeldum skotið upp, þótt óvenjulegt sé hendurnar séu notaðar sem skotpallur.  DSC09749

Forsetinn minntist á það nú rétt í þessu, að þótt sagt sé að hver sé sinnar gæfu smiður, megi líka setja spurningamerki við það og um það gildir oft svipað og segir í sálminum "Sorg og líkn", að "...örlög ráða för." 

Alla jafna býr fólk sig undir friðsæl áramót með góðum óskum um komandi ár. En samt er aldrei alveg á vísan róa og hugurinn hjá þeim, sem verða fyrir áföllum eða eiga um sárt að binda. 

Dæmi um áramót, sem ekkert benti til að yrðu annað en tíðindalaus og friðsæl var þegar inn í hefðbundin áramót 2019 læddi sér óvænt uppkoma 2.janúar þegar hjólreiðamaður á Geirsnefi reyndi í rökkri að lesa niður fyrir sig á mæli á hjólinu og hjólaði skyndilega þvert í veg fyrir eina annan hjólreiðamanninn, sem var á ferli þegar þetta gerðist. 

Afleiðingin varð árekstur, kollsteypa beggja og axlarbrot; nokkuð sem segja mátti að væri eins ólíklegt og hugsast gat. Og í hönd fóru tveir mánuðir endurhæfingar. 

Þetta atvik sýndi hve lítils mannanna börn mega sín oft gegn duttlungum örlaganna.  


mbl.is Með brunasár, skrámur í andliti og skerta heyrn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband