Tölvur geta ekki aðeins bilað eins og annað, heldur jafnvel frekar en annað,

Enn einu sinni kemur gamalt spakmæli Henrys Fords upp i hugann: "Það sem ekki er í bílnum bilar aldrei." Á grundvellli þessa þráaðis Ford við að taka upp ýmsislegt, sem keppinautarnir buðu upp á, svo sem vatnsdælur, bensíndælur og fjórar fjaðrir. 

Ford leysti kælingarhlutverk vatnskælikerfisins með því að koma kerfinu þannig fyrir, að við upphitun vatnsins neðst í vélinni, steig það upp og kom af stað hringrás, sem ekki þurfti vatnsdælu til að knýja. 

Hann kom bensíngeyminum þannig fyrir um árabil, að hann var hafður eins hátt í bílnum og unnt var, sem næst framglugganum. 

í bókinni "Af einskærri sumargleði er greint frá því snjallræði Bergs Ólafssonar, bílstjóra, þegar gat komu á bensínleiðslurnar sem lágu frá geyminum aftast og neðst, að festa geyminn upp á þaki bílsins og leggja stytta leiðslu frá honum þaðan niður í mótorinn frammi í. 

Þyngdaraflið sá fyrir því að bensínið rann úr geyminum niður í vélina!

Jeep Cherokkee var á níunda áratug síðustu aldar einn fyrstu amerísku bílanna til að hafa tölvustýrða miðstýringu á aflkerfi vélarnnar. 

Þetta þótti bæði einstakt og mikil framför þangað til aðal tölvukubburinn bilaði óvænt á Þórsmerkurleið og enginn bifvélavirki fannst, sem kunni að gera við svona háþróaða tölvustýringu. 

Af hlutust margfalt meiri vandræði en ef gamla lagið hefði verið við lýði. 


mbl.is Innkalla tæplega 500 þúsund Teslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband