Ekkert eldgos í aðsigi á Hellisheiði í froststillum.

Þegar kaldast er og stilltast veður við Hellisheiðarvirkjun sést oft vel frá Reykjavík hvernig miklir gufumekkir stíga upp frá virkjunarmannvirkjununum. 

Þetta er þó ekki furða þegar þess er gætt að meira en 80 prósent hinnar svonefndu "endurnýjanlegu" orku stígur óbeisluð út í loftið. 

Þegar flogið var í rúman sólarhring með öskumæli í lítilli flugvél yfir Faxaflóasvæðinu í Grímsvatnagosinu sumarið 2011 til þess að sanna fyrir tölvumælingamönnum í London að loftið yfir Faxaflóa væri ómettað og hreint, sýndi mælirinn í íslensku flugvélinni örlítið hopp þegar flogið var í þúsund feta hæð í gegnum gufustrókinn upp úr virkjuninni með "hreinu" orkunni.  

Gufur leggur víða upp úr ósnortnum jarðvarmasvæðum á Íslandi, svo sem við Hrafntinnusker. 

Rakt og heitt hveraloftið mettast meira eftir því sem loftkuldinn er meiri.   

 

 

 


mbl.is Reykur stígur upp af hrauninu í Nátthaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,

þetta er að miklu leyti rangt hjá þér. Jarðvarmavirkjun sem eingöngu framleiðir rafmagn getur verið á þessu róli (20% nýtni) en þegar verið er að framleiða heitt vatn til hitaveitu snarbatnar nýtnin, í 45%-70%, (fer að nokkru leyti eftir því hvernig nýtni er reiknuð, þmt. varma"virði" í niðurdældum vökva). Flestar vélasamstæður (3 af 11) á Hengilsvæði eru með þessum möguleikum, þ.e. chp (combined heat and power).

Gufa sem liggur upp úr ósnortnum jarðvarmasvæðum er í þessu samhengi með 0% nýtni. Þessa samanburðar er sjaldnast getið.

bkv. 

Þrándur (IP-tala skráð) 6.1.2022 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband