Suður-Kóreumenn koma sterkir inn.

Síðan Japanir og Vestur-Þjóðverjar risu úr öskustó eftir Seinni heimsstyrjöldina og fengu síðar aðstoð frá Kínverjum til þess að hrinda Bandaríkjamönnum af stalli sínum sem yfirburðaframleiðenda bíla, hafa fleiri Asíuþjóðir, svo sem Suður-Kóreumenn, Tævanir og Singapúrbúar látið til sín taka á þeim vettvangi og almennt á vettvangi efnahagsmála. 

Gengi Kia hér á landi sætir tíðindum, en síðan má ekki gleyma hinum stóra bílaframleiðandanum í Suður-Kóreu, Hyondai. 

Þeir hjá Hyondai hafa við lagnir við þá aðferð síðan þeir ruddu brautina þar í landi, að eiga gjöfula samvinnu við keppinauta, og báru fyrstu bílarnir hjá Hyondai svo mikinn svip af japönskum bílum, að það gat verið ansi neyðarlegt. 

En undraskammur tími leið þar til lærisveinninn fór fram úr meistaranum í þessu efni. 

Hyondai og Kia hafa haft samvinnu um framleiðslu smábíla eins og Kia Picanto og Hyondai i10, sem eru í grunninn sami bíllinn.

Suður-Kóresku bílarisarnir hafa lagt mikla áherslu á gott gengi í rafbílaframleiðslu og er nýjasti Kia rafbíllinn gott dæmi um það. 

Svipað er að segja um Hyondai, en auk venjulegra rafbíla, hefur bæði verið um framleiðslu rafbíla og vetnisbíla að ræða.  

Íbúar Suður-Kóreumenn eru aðeins 50 milljónir, en Japanir 130 milljónir, svo að árangur Suður-Kóreumanna er athyglusverður.  


mbl.is Kia tekur forystu á fólksbílamarkaði í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, les alltaf greinarnar þínar af mikilli athygli,frábærar greinar.

magnús marísson (IP-tala skráð) 5.1.2022 kl. 14:04

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk. 

Ómar Ragnarsson, 5.1.2022 kl. 17:12

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Fyrstu bílar Hyundai 1968 voru Cortina i samvinnu við Ford,1975 varð Mitsubishi samstarfsfélag.

Kia er siðan dótturfyrirtæki Hyundai

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 5.1.2022 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband