Bætist við bindishnútinn?

Sú hefur verið tíð í heila öld að ungir menn stæðu frammi fyrir því fyrirbæri, sem stundum hefur verið kallað bindiskylda, þ. e. að hnýta hnút á hálsbindi. 

Þremur árum yngri bróðir hafði lært þetta fyrr, og það reyndist bjarngargreiði að hann liðsinnti við þetta, og byndi hnútinn fyrir okkur báða í nokkur ár, því að hann fór óvenju snemma að heiman til að stofna fjölskyldu. 

Bindishnútur bróðurins reyndist þó að lokum happafengur, því að hann var sérstakrar gerðar sem tryggði það að hann yrði aldrei skakkur. 

Að því mun þó hugsanlega koma, að eilliglöp verði til þess að það gleymist, hvernig þessi forláta hnútur er hnýttur, því að það er orðin svon þúsundföld venja að binda hann hugsunarlaust, að ef ætti að fara að pæla nánara í því, yrði það til þess að þessi mikilvæga þekking glataðist. 

Nú má sjá á samfélagsmiðlum nýja, að því er virðist nauðsynlega hnútagerð varðandi grímur, og er hún að því leyti sýnu verri en sú, sem lærð var fyrir rúmum sextíu árum, að hnútarnir virðast vera tveir en ekki einn á nokkurra fersentimetra fleti. 

Það er að nokkru leyti komið svolítið í bakið á mönnum ef alveg óvænt er bætt við marföldun bindskyldunnar frá því í den og er því hæpið að á gamals aldri verði farið út í hina nýju. 


mbl.is Grímutrixið sem er að gera allt vitlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég kunni bæði einfaldan(fyrir svona 65 árum) og tvöfaldn Windsor á sínum tíma. Tvöfaldur fannst mér alltaf fallegri.

Halldór Jónsson, 10.1.2022 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband